Ský - 01.08.1998, Page 41
— Landið þitt
Reykjauík
s
rið 1890 bjuggu 14 prósent íslensku
þjóðarinnar í þéttbýli. Einni öld síðar
var þetta hlutfall komið upp í 92 pró-
sent.
Astæða þessarar fjölgunar er fyrst og fremst
gífurleg tilfærsla fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Enn
sér ekki fyrir endann á þessum stórfelldu búferla-
flutningum.
Arið 1960 voru íbúar höfuðborgarsvæðisins
og landsbyggðarinnar jafnmargir. Nú, tæpum
fjörtíu árum síðar, eru tæplega 60 prósent þjóðar-
innar flutt á malbikið og höfuðborgarsvæðið tútn-
ar út. Frá árinu 1987 hefur íbúum á Stór-Reykja-
víkursvæðinu fjölgað um 19 prósent. Á sama
tímabili eru hins vegar dæmi um allt að 22 pró-
sent fólksfækkun í ákveðnum byggðalögum út á
landi. Á þessum áratug er mismunur brottfluttra
og aðfluttra á landsbyggðinni 12.000 manns, sem
er gífurlega hátt hlutfall og ljóst að í landi þar
sem aðeins búa þrjár sálir á ferkílómetra er slík
þróun uggvænleg.
Þegar litið er til annarra norrænna þjóða kem-
ur í ljós að óvíða blasir við meiri byggðavandi en
hérlendis. Þrátt fyrir það verja íslendingar hlut-
fallslega minnstu fé þessara þjóða til
byggðaþróunar eins og sjá má af meðfylgjandi
töflu. Árið 1996 fóru um 1,5 milljarðar í byggða-
þróun hérlendis samkvæmt skýrslu Byggðastofn-
unar „Byggðastefna til nýrrar aldar“ sem var gef-
in út nú í vor, en það er rúmlega helmingi minna
hlutfallslega á hvem íbúa en hjá hinum Norður-
löndunum.
Kemur þessi staðreynd reyndar nokkuð á ó-
vart því umræða undanfarinna ára hér á landi hef-
ur haft á sér það yfirbragð að of miklu fé sé varið
til byggðamála.
Hvað er til ráða?
Því fer þó fjarri að fólk sitji ráðalaust með hendur
í skauti og fylgist með óhugnanlegum spám um
byggðaflótta verða að köldum veruleika. Um allt
land er reynt að spoma fótum við þessari óheilla-
vænlegu þróun, því fleiri og fleiri gera sér grein
fyrir því að hér er ekki bara um að ræða afmark-
aðan vanda landsbyggðarinnar heldur landsmanna
allra. Það eru gömul og gild sannindi að þéttbýlið
kemst tæplegast af án landsbyggðarinnar, þar fer
nær öll fæðuframleiðsla fram og bróðurpartur
verðmætasköpunar. Þetta á ekki síst við á Islandi
þar sem sjávarútvegurinn er undirstaða alls, þó
reyndar hafi bættar samgöngur og bylting í upp-
lýsingatækni gert það að verkum að staðsetningin
skipti sífellt minna máli í þessari höfuðatvinnu-
grein þjóðarinnar. Það má ekki gleymast að fyrir
utan hinar praktísku ástæður verða hin menning-
arlegu verðmæti sem felast í viðvarandi, öflugri
og traustri byggð um allt land, engan veginn met-
in til fjár.
En hvað er til ráða? Ýmsar lausnir, misgáfuleg-
ar, hafa dúkkað upp á yfirborðið í umræðu sem
oftar en ekki hefur einkennst af pólítísku arga-
þrasi og smámunasemi frekar en samhentu átaki
að rótum vandans: Af hverju flytur fólk á brott frá
sínum heimahögum á ókunnar slóðir í borginni og
eftir hverju sækist það þar sem það fær ekki
heima hjá sér? Þegar þessari spumingu hefur ver-
ið svarað, þá fyrst er hægt að hefja markvissar að-
gerðir til þess að koma til móts við þarfir fólks þar