Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 41

Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 41
— Landið þitt Reykjauík s rið 1890 bjuggu 14 prósent íslensku þjóðarinnar í þéttbýli. Einni öld síðar var þetta hlutfall komið upp í 92 pró- sent. Astæða þessarar fjölgunar er fyrst og fremst gífurleg tilfærsla fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Enn sér ekki fyrir endann á þessum stórfelldu búferla- flutningum. Arið 1960 voru íbúar höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar jafnmargir. Nú, tæpum fjörtíu árum síðar, eru tæplega 60 prósent þjóðar- innar flutt á malbikið og höfuðborgarsvæðið tútn- ar út. Frá árinu 1987 hefur íbúum á Stór-Reykja- víkursvæðinu fjölgað um 19 prósent. Á sama tímabili eru hins vegar dæmi um allt að 22 pró- sent fólksfækkun í ákveðnum byggðalögum út á landi. Á þessum áratug er mismunur brottfluttra og aðfluttra á landsbyggðinni 12.000 manns, sem er gífurlega hátt hlutfall og ljóst að í landi þar sem aðeins búa þrjár sálir á ferkílómetra er slík þróun uggvænleg. Þegar litið er til annarra norrænna þjóða kem- ur í ljós að óvíða blasir við meiri byggðavandi en hérlendis. Þrátt fyrir það verja íslendingar hlut- fallslega minnstu fé þessara þjóða til byggðaþróunar eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Árið 1996 fóru um 1,5 milljarðar í byggða- þróun hérlendis samkvæmt skýrslu Byggðastofn- unar „Byggðastefna til nýrrar aldar“ sem var gef- in út nú í vor, en það er rúmlega helmingi minna hlutfallslega á hvem íbúa en hjá hinum Norður- löndunum. Kemur þessi staðreynd reyndar nokkuð á ó- vart því umræða undanfarinna ára hér á landi hef- ur haft á sér það yfirbragð að of miklu fé sé varið til byggðamála. Hvað er til ráða? Því fer þó fjarri að fólk sitji ráðalaust með hendur í skauti og fylgist með óhugnanlegum spám um byggðaflótta verða að köldum veruleika. Um allt land er reynt að spoma fótum við þessari óheilla- vænlegu þróun, því fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að hér er ekki bara um að ræða afmark- aðan vanda landsbyggðarinnar heldur landsmanna allra. Það eru gömul og gild sannindi að þéttbýlið kemst tæplegast af án landsbyggðarinnar, þar fer nær öll fæðuframleiðsla fram og bróðurpartur verðmætasköpunar. Þetta á ekki síst við á Islandi þar sem sjávarútvegurinn er undirstaða alls, þó reyndar hafi bættar samgöngur og bylting í upp- lýsingatækni gert það að verkum að staðsetningin skipti sífellt minna máli í þessari höfuðatvinnu- grein þjóðarinnar. Það má ekki gleymast að fyrir utan hinar praktísku ástæður verða hin menning- arlegu verðmæti sem felast í viðvarandi, öflugri og traustri byggð um allt land, engan veginn met- in til fjár. En hvað er til ráða? Ýmsar lausnir, misgáfuleg- ar, hafa dúkkað upp á yfirborðið í umræðu sem oftar en ekki hefur einkennst af pólítísku arga- þrasi og smámunasemi frekar en samhentu átaki að rótum vandans: Af hverju flytur fólk á brott frá sínum heimahögum á ókunnar slóðir í borginni og eftir hverju sækist það þar sem það fær ekki heima hjá sér? Þegar þessari spumingu hefur ver- ið svarað, þá fyrst er hægt að hefja markvissar að- gerðir til þess að koma til móts við þarfir fólks þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.