Ský - 01.08.1998, Side 42

Ský - 01.08.1998, Side 42
Landið þitt Reykjavík sem það býr svo það þurfi ekki að sækja annað. Lausnin er nefnilega sjaldnast fólgin í því að fá fólk til að flytja ekki - heldur að gera því kleift að vera um kyrrt. Lægri skattar á landsbyggðinni Ekki er langt síðan alþingismennirnir Hjálmar að sig fyrir sum fyrirtæki að vera með starfsemi sína utan höfuðborgarsvæðisins, vegna lægri skatta og álaga og þar með myndi nást fram eðli- leg lausn á vandanum, þar sem atvinnulífið sjálft réði ferðinni, en ekki einhverjar misvel grundað- ar sértækar aðgerðir," útskýrir Hjálmar. Aðferð Guðna og Hjálmars hefur þann kost í Land Samtals Á íbúa/km2 íbúar km2 Finnland 14.458 964 15 ísland 1.530 510 3 Noregur 15.882 1.221 13 Svíþjóð 24.721 1.239 20 Fé varið til byggðarþróunar á Norðurlöndum 1996 Ámason og Guðni Ágústsson settu fram á síðum Morgunblaðsins byltingarkennda tillögu þess efnis að skattar á landsbyggðafólk verði lækkaðir og þannig skapaður raunhæfur og áþreifanlegur kostur við það að búa annars staðar en í nágrenni Reykjavíkur. „Forsendan er þessi: Þjóðin þarf á því að halda að fólk búi á landsbyggðinni, sem nokkurs konar vörslufólk þeirra gæða sem þar eru, svo sem að sjá um ferðaþjónustu, sinna virkjunum, sjávarút- vegi og svo framvegis," segir Hjálmar Ámason. „Nú er svo komið að hlutfall íbúa milli þéttbýlis og dreifbýlis hérlendis er það hæsta í Evrópu þrátt fyrir allar þær sértæku aðgerðir sem ráðist hefur verið í, milljarður hér og milljarður þar. Þær hafa einfaldlega ekki virkað. Þess vegna höf- um við Guðni velt því fram hvort ekki sé hugsan- legt að lækka skatta á landsbyggðafólki. Það er að borga sama tekjuskattshlutfall og aðra skatta og við en nýtur fráleitt sömu þjónustu. Til dæmis er það margfalt dýrara fyrir fólk utan af landi að fara í skóla í Reykjavík. Aðgengi að hátækni- sjúkrahúsum er erfiðari, vöruverð og orkuverð er hærra og þannig mætti lengi telja. Svo er þetta fólk að borga sama eignarskatt af húsum sínum og aðrir þrátt fyrir að allir viti að þetta séu nánast verðlausar eignir og vonlaust að losna við þær; svona nokkurs konar nútímaátthagafjötrar." Hjálmar og Guðni leggja til, í stuttu máli, að reiknuð verði ný einskonar „lífskjaravísitala“ sem taki mið af þessum raunveruleika og stað- reyndum málsins. Hún verði til þess að skattar á fólk utan ákveðins radíuss frá höfuðborgarsvæð- inu verði minni en á þá sem þar búa. „Þannig væri komin almenn regla og viðmiðun og um leið myndum við láta markaðinn og atvinnulífið sjálft leita að þessu nauðsynlega jafnvægi milli dreif- býlis og þéttbýlis. Þannig gæti hugsanlega borg- för með sér að beinir styrkir og aðstoð frá ríkinu þyrftu ekki að koma til heldur myndi eðli þessar- ar skattalækkunar hafa það í för með sér að at- vinnulífið dreifðist jafnar út um landið. Störf tengd þjónustu og verslun verða sífellt fyrirferð- armeiri í atvinnulífinu og hefur störfum í þeim geira fjölgað mikið síðan 1980 og þá nánast ein- göngu á höfuðborgarsvæðinu. Uti á landi eru hins vegar svokallaðar frumvinnslugreinar algengast- ar, þar sem lítillar sem engrar menntunar er kraf- ist og launin oft lág, eða sveiflukennd og vinnan þess eðlis, að áralöng menntun nýtist ekki fólki. Auk þess sem hún er oftar en ekki líkamlega slít- andi og einhæf með löngum vinnustundum. Mennta- og menningarmál vega þyngst Atvinnutekjur skýra þó einungis lítinn hluta af fólksflutningamynstrinu. Þeir sem flytjast búferl- um eru að langmestu leyti ungt fólk sem er ýmist á leið til náms á framhalds- og háskólastigi eða að stofna heimili en þar spilar að sjálfsögðu einnig stóran þátt meira úrval í menningar- og af- þreyingarlífi í þéttbýlinu. Til að mynda hafa Vest- firðir orðið langverst úti hvað fólksfækkun varðar þrátt fyrir það að þar séu meðallaun 5 prósent hærri en annars staðar á landinu. Menntamálin eru líklega stærsti einstaki þátt- urinn, en um 30 prósent þeirra sem hyggja á flutning gera það vegna ástæðna tengdum menntamálum. í nánustu framtíð mun störfum fyrir vel menntað fólk, til dæmis fyrir tækni- menntaða og sérfræðinga af ýmsu tagi, í þjónustu og viðskiptageiranum halda áfram að fjölga en störfum fyrir lítið menntaða, mun fækka. Þetta hefur, eðlilega, úrslitaáhrif þegar fólk velur hvað það ætli að leggja fyrir sig og til þess að öðlast góða menntun neyðist fólk til að flytja þangað sem hana er að finna. 40

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.