Ský - 01.08.1998, Page 44
Landið þitt Reykjavík
ast verðlausar þegar fram í sækir. Þetta fólk er
gjaman fjölskyldufólk á aldrinum 20 til 35 ára en
eins eru einstæðir foreldrar áberandi í þessum
hópi. Um 35 prósent þessa fólks hefur aðeins lok-
ið skyldunámi eða minna en taka þarf með í
reikninginn að margir þeirra eru á leið í frekara
nám. Annað fyrirbrigði sem eiginlega verður að
kallast séríslenskt, eru búferlaflutningar 15 til 19
ára unglinga vegna framhaldsskólanáms.
Það stingur einnig í augu að á landsbyggðinni
er hlutfall kvenna lágt eða um 80 konur á móti
hverjum 100 körlum, miðað við landshlutfallið
þar sem þær eru ívið fleiri. Þetta lága hlutfall hins
fagra kyns er einmitt talið vera ótvírætt merki um
byggðavanda, ásamt háu hlutfalli ellilífeyrisþega
en það á einnig við hérlendis. Reynslan segir að
konur séu yfirhöfuð viljugri til þess að flytja á
milli staða en karlar og þegar aukin þátttaka
þeirra á vinnumarkaðnum og vaxandi aðsókn
þeirra í langskólanám spilar inn í þarf þetta lága
hlutfall ekki að koma á óvart.
Það lætur sem sagt nokkuð nærri að segja að
hinn dæmigerði brottflutti dreifbýlisbúi sé 20 til
35 ára kona, gift eða í sambúð, hafi lokið skyldu-
námi eða minna og sé heimavinnandi eða nemi á
leið í frekara nám, samhliða leit eftir fjölbreyttari
atvinnutækifærum.
Það væri einnig meira en sennilegt að kona
þessi væri annaðhvort frá Vestfjörðum eða Norð-
urlandi vestra en þessi tvö svæði hafa orðið áber-
andi verst úti í fólksflutningunum hin síðustu ár.
Frá árinu 1980 nemur fækkunin á Vestfjörðum 15
prósent íbúa eða tæp 1600 manns og það er sorg-
leg staðreynd að snjóflóðin árið 1995 virkuðu
eins og olía á eld, því fólksfækkunin jókst um 9
prósent milli áranna 1995 og 1996. Á Norður-
landi vestra nemur fækkunin frá 1980 um 6 pró-
sentum eða um 640 manns, annars staðar er
fækkunin minni. Það kemur ekki á óvart að þeir
staðir sem standa hvað traustast fyrir utan höfuð-
borgarsvæðið eru Suðurnes og Norðurland
eystra, en þar er þéttbýli líkast til hvað mest og
rótgrónast utan höfuðborgarsvæðisins.
Bjartsýni á Vestfjörðum
Vestfirðingar hafa þurft að horfa á eftir ófáum í-
búum hverfa til annarra staða en því fer fjarri að
nokkurn uppgjafartón sé að heyra í þeim fyrir
vestan. Þeir hafa snúið vöm í sókn og þykjast nú
sjá fram á betri tíð með blóm í haga með nýsköp-
un í atvinnumálum og öflugri þróunarvinnu á
hinum ýmsu sviðum. „Við höfum verið að reyna
að skapa hér eitthvað nýtt, eins og til dæmis þró-
unarsetur sem verður vinnustaður fyrir háskóla-
menntað fólk. Einnig hefur verið sett á fót í Bol-
ungarvík Náttúrufræðistofnun Vestfjarða, þar
sem prófessor í dýrafræði vinnur allt árið að
rannsóknum á lífríkinu. Svo em ýmis önnur verk-
efni í gangi sem öll miða að því að gera Vestfirði,
vænlegan og raunhæfan kost til búsetu," segir
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Isafjarðarbæjar
og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Vestfjarða.
Halldór segir aðferðir þeirra á Vestfjörðum
hafa gefist vel og nú sé svo komið að þróunin
hafi snúist við og meira flytjist af fólki til Vest-
fjarða heldur en burt. Ástæðuna segir hann ekki t
hvað síst vera ákveðna jákvæðni sem fylgi því að
fólk sjái að verið sé að vinna í málunum og ekki
sé látið undan þótt móti blási heldur leitað nýrra
leiða til eflingar mannlífs á svæðinu: „Jákvæðni
smitar út frá sér. Þá fær fólk trú á framtíðinni aft-
ur og segir við sjálft sig: „Það er kannski ekki
svo slæmt að búa hér.“ Slíkur hugsunargangur
getur ekki leitt til annars en góðs alveg eins og
bölmóður og svartsýni jafngildir uppgjöf og glöt-
un.“
Aðspurður hver aðalástæðan fyrir brottflutn-
ingi fólks af Vestfjörðum og annars staðar sé seg-
ir Halldór: „Ef ég nú bara vissi það! Maður hefur
séð ýmislegt tínt til sem á vafalítið allt saman
þátt í þessum vanda, einhæft atvinnu- og menn-
ingarlíf, lélegar samgöngur og þess háttar. En ég
held að fólk finni líka fyrir ákveðnu öryggi í
Reykjavík. Þar er og hefur alltaf verið ör upp-
bygging en hér sveiflast ástandið algerlega eftir
því hvort það er fiskur héma fyrir utan. Ef það er
enginn þorskur héma þá finnum við samstundis
fyrir niðursveiflu og öfugt. Þessi niðursveifla
kemur á endanum til Reykjavíkur ef hún varir
nógu lengi en þá hefur hún hjaðnað eitthvað og
finnst auk þess ekki jafngreinilega. Obeint held
ég að þetta hafi áhrif.“
En Halldór bendir einnig á, að þegar fólk fer
að velta fyrir sér kostunum við að búa á minni
stöðum þá vega þeir oft þungt á móti. „Þetta eru
litlir staðir, tengsl milli fólks eru góð og kjörið að
ala upp börn vegna öryggis og náins sambýlis
við náttúruna. Eins er oft meira héma að gerast
en virðist á yfirborðinu, hér eru starfandi leik-
hópar og alla vegana listsmiðjur sem margir
hverjir hafa gaman af að taka þátt í.“
Þó svo Vestfirðingar geti sjálfir breytt miklu
um örlög sín með eljusemi og dugnaði er sumt
einfaldlega ekki á þeirra valdi, eins og náttúran
hefur sýnt fram á.
„Snjóflóðin fyrir þremur ámm tóku gífurlegan
toll. Þá á ég ekki einögngu við fólkið sem fórst,
heldur ímyndina sem sumir virðast hafa fengið af
Vestfjörðum. í október í fyrra var til dæmis fjöl-
liðamót í körfubolta hér á ísafirði og fjölmargir
foreldrar neituðu að senda börnin sín hingað
vegna ótta um snjóflóð þrátt fyrir að þetta væri í
október og ekki snjókorn á jörðinni og íþrótta-
húsið þar fyrir utan engan veginn á hættusvæði.
Mér finnst þetta í sjálfu sér ekkert skrýtið miðað
við fréttirnar sem fólk hefur fengið héðan. Það
mun taka okkur mörg ár að ná aftur ímyndinni.“
Um hugmyndir Guðna og Hjálmars um lægri