Ský - 01.08.1998, Qupperneq 45
Landið þitt Reykjavík
skatta á landbyggðina segir Halldór að hann telji
íslendinga einfaldlega vera of mikla einstaklings-
hyggjumenn til þess að þetta sé hægt: „Þetta er
samt ekki vitlaus hugmynd og alltaf gott þegar
menn koma með leiðir til úrbóta. Það er hins veg-
ar útbreiddur misskilningur að hér hafi verið sett-
ir miklir peningar í landsbyggðina. Það er ein-
faldlega ekki satt og ekki einu sinni nærri lagi því
að Islendingar eru mjög aftarlega á merinni hvað
þetta varðar ef við berum okkur saman við hin
Norðurlöndin.“
Frumkvæði og ábyrgð
„Það er alveg ljóst að með tilteknum aðferðum er
hægt að efla byggðina utan höfuðborgarsvæðis-
ins,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga aðspurður
hvort og hvemig sambandið hafi beitt sér til þess
að stemma stigu við fólksflóttanum af lands-
byggðinni. „En sú efling felst ekki eingöngu í að
færa fleiri verkefni, meiri völd, fjármagn og á-
byrgð út í héruðin. Hún felst ekki síður í því að
skapa þar fjölbreytt mannlíf þar sem ákveðið
jafnvægi ríkir milli hefbundinnar atvinnustarf-
semi, menningar, menntunar og tómstunda. Þetta
hlýtur að vera sú undirstaða sem allt veltur á.“
Vilhjálmur segir að móta þurfi ákvarðanir í
byggðamálum með öðmm hætti en gert hafi ver-
ið hingað til og segir hann fmmkvæði og ábyrgð
þurfa að færast með auknum hætti til sveitarfé-
laganna sjálfra. „Þar kem ég að því sem er
kannski kjarni málsins. Flutningur verkefna frá
ríki til sveitarfélaganna hefur gert þau hæfari til
að takast á við stjórnun mikilvægra verkefna og
auðveldað þeim að axla ábyrgð á tilteknum verk-
efnum heimafyrir.“
Vilhjálmur segir að náðst hafi verulega mikil
árangur á síðustu árum í stækkun og sameiningu
sveitarfélaga og gegnir það mikilvægu hlutverki í
því að nútímavæða stjórn landsbyggðarinnar.
Árið 1990 voru þau 204 en í dag 124. „Þetta er
kannski eitt stærsta sveitarstjórnarmálið í dag.
Þessi tvö mál, flutningur verkefna og sameining
sveitarfélaga, eru þau helstu sem Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hefur beitt sér fyrir til þess
að hafa áhrif á þróun byggðarinnar.“
En hvað finnst Vilhjálmi um tillögur alþingis-
mannanna um skattalækkanir í dreifbýlinu: „Ég
er ekki hlynntur því að setja lög sem festa slíkt
niður. Það er að vísu ákveðinn sveigjanleiki í lög-
unum sem gefur sveitarfélögunum svigrúm í á-
lagningu útsvars- og fasteignaskatta en allt um-
fram það finnst mér ekki ráðlegt.“
Lengst frá Reykjavík
Það sveitarfélag sem er í hvað mestri fjarlægð frá
höfuðborginni er Öxarfjarðarhreppur en fjær frá
Reykjavík verður ekki komist þurrum fótum hér-
lendis. íbúum þar hefur fækkað um helming á
síðustu þrjátíu árum. Ingunn Svavarsdóttir var
sveitarstjóri þar frá 1988 þar til nýverið og minn-
ist þess að þeim fyrir austan hafi verið spáð jafn-
vel enn meiri fækkun en svo hafi ekki orðið: „Við
höfum snúið blaðinu við með því að taka saman
höndum og byggja upp öflug fyrirtæki. Eftir að
kaupfélagið hrundi 1988 og ástandið var hvað
verst hefur mikið starf verið unnið hér og margt
breyst til batnaðar. Við höfum meðal annars lagt
nýja hitaveitu og erum að fara í mjög spennandi
verkefni núna með Landsvirkjun og RARIK sem
við köllum Öxar við ána og gengur út á að finna
hér hentugar aðstæður fyrir orkuver á söndunum
við Öxarfjörð. Við höfum borað eina tilraunaholu
sem við byrjum að vinna í í byrjun ágúst og ætl-
um meðal annars að kanna gasuppstreymi hér
með tilliti til hugsanlegrar olíu.“
Ingunn segir það ólíkt fýsilegri kost að virkja
háhitasvæðin heldur en náttúruperlu eins og til
dæmis Dettifoss: „Við viljum halda honum fyrir
ferðamennina - og okkur.“
„Við höfum fyrst og fremst reynt að auka lífs-
gæðin hjá íbúum hreppsins,“ segir Ingunn um á-
stæður þess að röskun byggðar hefur ekki verið
tilfinnanleg í Öxarfjarðarhreppi. „Skólastarfið er
virkt og öflugt, kennarar góðir og fólk kann að
meta slíkan metnað. Ungt fólk finnur hér líka
hvað er gert vel við bömin þeirra en við vorum
ein þau fyrstu sem færðum leikskólana inn í
grunnskólann, þar sem við emm líka með tónlist-
arkennslu. Þrír skólar undir einum hatti þýðir það
að kennsla verður öflug og fjölbreytt og fólk veit
af því. Svo auðvitað höfum við eftir megni hlust-
að á þær tillögur sem fólk hefur sjálft fram að
færa - það er jú það sem býr héma.“
Ingunn telur að dreifbýlið geti hæglega keppt
við höfuðborgarsvæðið með því að vera í takt við
tímann og laga sig að þörfum fólksins. „Það sem
mér finnst okkur skorta fyrst og fremst er nokk-
urs konar fullorðinsfræðsla, það er að fólk sem
býr í dreifbýlinu fái kennslu til sín á hinum ýmsu
sviðum. Ég er fullviss um að ef okkur tekst að
koma henni til framkvæmda muni hún draga
verulega úr þessum fólksflótta sem geisað hefur
um allt land undanfarin ár.“
En heldur Ingunn að botninum sé náð? „Já, ég
er alveg sannfærð um það,“ segir hún og hlær
dátt. „Það er svo yndislegt að búa í fámenni þar
sem hver einstaklingur vegur svo mikið. Ég er
viss um að ef komið er til móts við aðrar kröfur
fólks muni sú staðreynd vega þungt í því að halda
fólki hér áfram. Hingað hefur flust til dæmis fólk
úr Reykjavík sem er alveg dolfallið yfir því
hversu gott það er að búa úti á landi. Það hefur
samanburðinn þannig að eitthvað hlýtur að vera
að marka það. Ég er alveg handviss um það að
okkur tekst að snúa þessari þróun við.“
Finnur Þór Vilhjálmsson er lausapenni og er búsettur
í höfuðborginni.