Ský - 01.08.1998, Page 50
Uunartoq eyju, sem er einmitt næsti
viðkomustaður okkar. Náttúrulegar
heitar laugar eru afar fágæt fyrirbrigði
í landinu. Þeirra lang þekktastar eru
laugamar í Uunartoq.
Vatnið er notalega heitt, 37 til 38 gráð-
ur, og streymir beint upp úr sandbotn-
inum. Betri byrjun á degi er varla hægt
að hugsa sér. Maður getur ekki orðið
annað en steinhissa á andstæðunum á
þessum slóðum þar sem búsældarlegar
sóleyjar og iðagræn tún bera við borg-
arísjakana.
Næsti bær á leið okkar vestur eftir
suðurströndinni er Alluitsup Paa, rík-
asta byggðarlag Suður-Grænlands. Á-
stæðan fyrir því er sú að þar er staðsett
stór rækjuverksmiðja Royal Green-
land, sem pakkar meðal annars dýr-
mætri útsjávarrækju fyrir Japansmark-
að. Lætur nærri lagi að minnsta kosti
einn úr hverri fjölskyldu þessa 500
manna bæjar vinni í verksmiðjunni en
alls starfa þar um 100 manns. Verk-
smiðjan er lokuð vegna sumarfría og
það er rólegt yfir bænum. Það er hins
vegar ekki rólegt í næstu höfn, Qaqor-
toq, enda er það stærsti bær Suður-
Grænlands með á fjórða þúsund íbúa.
Qaqortoq er mennta-, verslunar- og
stjórnsýslumiðstöð landshlutans og
þar kemur við meirihluti allra ferða-
manna sem heimsækja Suður-Græn-
land. Ekki þarf maður þó að óttast að
týnast í ferðamannastraumnum þar
sem aðeins um 2.500 gestir sækja suð-
urhluta landsins heim á ári. Er það
reyndar drjúgur hluti allra ferðamanna
sem koma til landsins árlega en þeir
losa um 15.000 í allt. Eins og sést á
þeirri tölu er ferðamennska ennþá lítil
en Grænlendingar binda miklar vonir
við greinina og hafa þegar fjárfest
töluvert í henni. í Qaqortoq er til dæm-
is margt um að vera fyrir ferðamenn,
bæði í bænum sjálfum og eins skipu-
lagðar ferðir um nágrennið. Stutt sigl-
ing er frá bænum til heitu lauganna í
Uunartoq, ferðir að meginlandsísnum
eru vinsælar og síðast en ekki síst er
ekki langt til landnámsjarða hinna
fornu norrænu íbúa landsins, Garða,
Bröttuhlíðar og Hvalseyjar.
Talið er að hátt í fimm þúsund
manns hafi myndað norræna landnámið
þegar mest var. Fyrstur kom Eiríkur
Rauði með sitt fylgdarlið árið 982 en
landnámið leið að öllum líkindum
undir lok 15. aldar.
Þjóðminjasafn Grænlands hefur um
400 svæði á skrá þar sem fundist hafa
mannvistarleifar eftir landnemana.
Þetta eru mjög mismikil ummerki en
best varðveittu minjamar er að finna á
höfðingjasetrinu Hvalsey. Þar stendur
enn þann dag í dag mikil steinkirkja
sem áætlað er að hafi verið reist
skömmu áður en síðustu norrænu
mennimir hurfu af landinu. Einnig em
greinilegar rústir af sjálfum bænum í
næsta nágrenni við kirkjuna og af
þeim má augsýnilega sjá að þar bjó
höfðingi sem átti mikið undir sér.
Ummerki norrænu landnámsmann-
anna eru kannski ekki jafn tilkomu-
mikil í Bröttuhlíð (Qassiarsuk) og
Görðum (Igaliku) en það er engu að
síður mikil upplifun að ganga um tún
Eiríks Rauða og hins foma biskupsset-
urs í Görðum.
Grænlensku rollurnar
Ymsar skýringar hafa verið á kreiki
varðandi brotthvarf norrænu land-
námsmannanna frá Grænlandi. Var
meðal annars um tíma talið að inn-
fæddir hefðu gert útaf við landnáms-
fólkið. Sýnt hefur verið fram á að sú
söguskýring stenst ekki og er nú talið
víst að nokkrir samverkandi þættir
48