Ský - 01.08.1998, Side 56

Ský - 01.08.1998, Side 56
AUSTFIRÐIR OG EGILSSTAÐIR FLUGFÉLAGSBÆRINN Forláta líkön Sjóminjasafn Austurlands á Eskifiröi sem ekki sjást í verslunum í dag. Inn af krambúðinni er komið í sjálfa sjóminjadeildina og má þar sjá ýmis tæki og tól sem brúkuð voru við allt frá hval- til síldveiða. Efri hæð hússins er tileinkuð minjum frá ýmsum iðnaði sem var stundaður á staðnum. Þar er einnig gamall Ijós- myndabúnaður, vígaleg heilsugæslutæki og lítt árennileg- ar tannlæknagræjur. Fyrir utan muni fyrri tíma eru mörg sérstaklega athyglis- verð líkön á safninu. Má þar nefna nokkur falleg bátalík- ön og eins mjög sérstakt líkan af stórri hvalveiðistöð sem var starfrækt í Hellisfirði árin 1904 til 1913, fyrst af Norð- mönnum en síðar af Skotum. Þetta líkan ásamt fleirum er eftir Geir Hólm, safnvörð Sjóminjasafnsins. Að sögn Geirs voru 1243 hvalir drepnir á starfstíma stöðvarinnar og voru þar yfirleitt á milli 40 og 50 manns að störfum. Má því segja að þar hafi verið sannkölluð stóriðja á sínum tíma. Á efri hæðinni er ekki síður tilkomumikil smíði eftir Geir en það er um það bil 6 metra langt líkan sem sýnir byggðina við Eskifjörð eins og hún var 1923 þegar um 630 íbúar bjuggu á staðnum. Meirihluti húsanna sem sjá má á líkaninu standa enn og er gaman að rýna í líkanið og skoða bæinn svo á eftir. Geir Hólm safnvörður Sjóminjasafnsins við árabát frá 1916. Sjóminjasafn Austurlands er á Eskifirði til húsa í gömlu verslunarhúsi sem verslunarfélagið Örum & Wulff byggði um 1816. Inngangur hússins er þar sem gamla krambúðin var. Hef- ur hún verið endurgerð og þar komið fyrir ýmsum vörum KynníOð Vinnuveitandi þríðjungs bæjarbúa Hraöfrystihús Eskifjaröar Hólmaborgin, eittfimm skipa Hraðfrystihúss Eskifjarðar, á leið á miðin frá heimahöfn. Hraðfrystihús Eskifjarðar var stofnað árið 1944 af fjölda einstaklinga og fyrirtækja á staðnum. í fyrstu var rekst- urinn smár í sniðum og aðeins saltaður og frystur fiskur hluta úr ári, en smátt og smátt hafa umsvifin aukist. Hraðfrystihúsið er mjög vel tækjum búið. Þar voru fram- leidd 6.750 tonn af afurðum á síðasta ári, sem fara á mark- að í mörgum löndum Asíu, Evrópu og Ameríku. Gæði framleiðslunnar eru rómuð og bera fjöldi viðurkenninga viðskiptavina þess því vitni. Hraðfrystihús Eskifjarðar rekur eina fullkomnustu og stærstu hágæðamjölsverksmiðju landsins en hún afkastar rúmum 1000 tonnum á sólarhring. í verksmiðjunni eru framleidd 35.000 til 45.000 tonn af mjöli og lýsi á ári. Saltfiskvinnsla hefur ávallt verið töluverð hjá fyrirtækinu og eru þar framleidd 300 til 500 tonn af afurðum á ári við góðar aðstæður. Framleiðslan hefur þó farið minnkandi á síðustu árum vegna minni fiskkvóta og er að mestu seld í löndum Suður-Evrópu. Árið 1986 keypti fyrirtækið síldarsöltunarfyrirtæki sem saltað hefur á hverju ári töluvert magn af síld og síldar- flökum, að undanteknum þremur síðustu árum. Frá upp- hafi hefur verið unnið skipulega að endurbótum og svarar deildin nú öllum þeim kröfum sem gerðar eru. Afurðirnar eru að mestu seldar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Árið 1988 hóf fyrirtækið rekstur rækjuverksmiðju. Fyrstu árin voru framleidd um 300 til 500 tonn á ári, en vegur rækjuvinnslunnar hefur farið ört vaxandi og framleiðir fyrirtækið nú um 1000 tonn af rækju á ári sem seldar eru víða í Evrópu við góðan orðstír. í dag á Hraðfrystihús Eskifjarðar fimm skip sem afla hrá- efnis fyrir hinar ýmsu deildir fyrirtækisins, en að auki eru nokkur önnur skip í föstum viðskiptum við fyrirtækið. Að jafnaði starfa 250 til 300 manns hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Heildarvelta fyrirtækisins árið 1997 var um það bil 3,7 milljarðar króna. Forstjóri er Aðalsteinn Jónsson. 54

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.