Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 57
I
AUSTFIRÐIR OG
EGILSSTAÐIR
FLUGFÉLAGSBÆRINN
I
Mokstur grunnnám í blakinu
Þróttur Neskaupstaö er stórveldi í íslensku blaki
Þegar minnst er á Neskaupstað kem-
ur sjálfsagt blak fyrst upp í hugann
á þeim sem eitthvað fylgjast með í-
þróttum. Blaklið Þróttar hafa undan-
farin ár gert það gott, sérstaklega
kvennaliðið sem hampaði íslandsmeist-
aratitlinum fyrir tveimur árum. Ekki
slæmur árangur fyrir lið í ríflega 1.600
íbúa bæ.
Kvennalið Þróttar gerði það heldur
ekki endasleppt í vetur, keppti til úr-
slita bæði í bikar- og íslandsmóti en
náði ekki titli að þessu sinni.
Mikil blakhefð er á Neskaupstað.
Upphafsmenn íþróttarinnar í bænum
voru Ólafur Sigurðsson og Grímur
Bjarnason en þeir lögðu grunninn að
blakinu fyrir um tveimur áratugum.
Aðspurð af hverju það var blak en
ekki einhver önnur íþrótt sem náði
þessari miklu fótfestu, svarar Elma
Guðmundsdóttir, gjaldkeri blakdeildar
Þróttar:
„Blakvakninguna má kannski rekja til
þess við vorum með svo lítið íþróttahús
að það var ekki hægt að stunda neinar aðrar íþróttir þar."
Fyrir tveimur árum var hins vegar vígt nýtt og glæsilegt
íþróttahús í bænum og vildi þá svo skemmtilega til að þá
um vorið tryggðu konurnar sér íslandsmeistaratitilinn.
Um 600 áhorfendur komu að sjá þegar titillinn vannst og
er það metaðsókn á blakleik hérlendis.
Sex landsliðsmenn í blaki koma úr Þrótti. Þrír eru í a-
landsliðum karla og kvenna og þrír í unglingalandsliðum.
Petrína Björg Jónsdóttir er ein þeirra, en hún er fyrirliði
kvennalandsliðs íslands. Auk þess er Petrína formaður
Blakdeildar Þróttar. Það er óhætt að segja að blak sé fjöl-
skylduíþróttin hjá henni því hún er dóttir Elmu, gjaldkera
deildarinnar, og móðir Huldu Elmu Eysteinsdóttur sem er
unglingalandsliðskona í blaki.
Að sögn Petrínu liggur nærri að 10 prósent íbúa Nes-
Landsliðsfólk Þróttar bregður á leik í strandblaki. A-landsliðsmenn eru: Petrína Björg Jóns-
dóttir, Dagbjört Víglundsdóttir og Brynjar Pétursson. Unglingalandsliðsmenn eru: Hulda Elma
Eysteinsdóttir, Matthías Haraldsson og Sævar Sólheim.
kaupstaðar iðki blak. Alls stunda 140 manns íþróttina og
eru konur ívið fleiri
Umsvif blakdeildar Þróttar eru mjög mikil og bendir
Elma á að velta deildarinnar sé jafnmikil og samanlögð
velta Blaksambands íslands. Það er dýrt að halda úti
blakliði frá Neskaupstað og vegur ferðakostnaður þar
langþyngst.
Oft hefur verið erfitt að komast í leiki fyrir lið Þróttar
og lengi vel var farið í allar keppnisferðir í rútu. Þá var
lagt í hann sama hvernig viðraði og tóku allir með sér
skóflu.
„Hér varð enginn blakari fyrr en hann var búinn að
læra að moka," segir Petrína hlæjandi og bætir við að
það hafi nánast ekki komið fyrir að þurft hafi að seinka
eða fresta leik því lið Þróttar komust alltaf á leiðarenda.
Náttúrugripasafnið á Neskaupstað hefur marga skemmti-
lega muni að geyma. í fiskadeild safnsins ertil dæmis að
finna uppstoppaðan annan þyngsta og þriðja lengsta lax
sem hefur veiðst á íslandi. Vóg ferlíkið 45 pund óblóðgaður
og var 120 sm. á lengd og 75 sm. að ummáli. Þá er þar
skemmtilegt safn uppstoppaðra fugla og mikið og athyglis-
vert steinasafn sem Jóhann Sigmundsson færði Náttúru-
gripasafninu að gjöf árið 1988.
55