Ský - 01.08.1998, Síða 58

Ský - 01.08.1998, Síða 58
I AUSTFIRÐIR OG EGILSSTAÐIR FLUGFÉLAGSBÆRINN I Austast á Austfjörðum GönguLeiöir um Noröfjörð og nágrenni Gönguhópur á ferð við foss í Norðfjarðará í landi Seldals í Norðfjarðarbotni. Norðfjörður og nágrenni er um margt ónumið land fyrir göngufólk. Það er að segja.fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru á þessum slóðum en þær hafa ekki enn ver- ið uppgötvaðar nema af tiltölulega litlum hópi að sögn ínu Gísladóttur, leiðsögumanns á Neskaupstað. Gönguáhugafólk fyrir austan hefur verið iðið við að stika spennandi leiðir. Nýbúið er að stika leið frá Neskaupstað yfir í Mjóafjörð um Miðstaðaskarð og segir ína að það sé örugg- lega ein brattasta gönguleið landsins. Einnig hefur verið stikuð leið í næstu firði í hina áttina, Hellisfjörð og Viðfjörð og svo út í Gerpi, austasta tanga íslands þar sem einnig er talið að elsta berg landsins sé að finna. Að sögn Inu er ákaflega fjölbreytt og skemmtileg göngu- leið út á Barðsnes, norður af Gerpi. Þar eru hærri fjöll en víðast annars staðar á svæðinu. Forn megineldstöð er á Barðsnesi og berg þar mjög litskrúðugt og sérstætt. ína segir að fátt jafnist á við að vera á Barðsnesi í góðu veðri. „Útsýni þar er hreint ótrúlegt og í góðu skyggni sést alla leið norður að Glettingi." Ekki má gleyma að geta þess að fyrsti fólksvangur landsins er utan við Neskaupstað og er þar margt að skoða, til dæmis Páskahelli og svokallaðar Urðir, sem er stórgrýtisurð ættuð úr Hagaklettum. Stríðið frá íslenskum sjónarhóli íslenska stríösárasafnið á Reyðarfirði Stríðsárasafnið er til húsa þar sem Spítalakampurinn var forðum. egar gestir ganga innfyrir dyr íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði er engu líkara en þeir hafi stigið hálfa öld aftur í tímann. Sandpokar, einkennisbúningar, vopn, hjálmar og ýmsar aðrar minjar frá stríðsárunum hefur verið hagan- lega fyrir komið í safninu sem opnaði 1995 eftir nokkurra ára undirbúning. Á árum síðari heimstyrjaldarinnar voru herir Bandamanna með bækistöðvar á Reyðarfirði. Fyrstir komu Bretar ásamt norskri herdeild en síðar leystu bandarískir hermenn þá af hólmi. Á þessum tíma voru íbúar Reyðarfjarðar aðeins um 300 talsins en þegar mest var voru um 4.000 hermenn staðsettir þar. Viðvera herliðsins hafði óhjákvæmilega mikil áhrif á bæjarlífið og ekki síður ásýnd bæjarins. Margir braggar risu og standa sumir þeirra enn. Safnið er til húsa í gömlu frystihúsi sem stendur raunar þar sem Spítalakampurinn var forðum daga og er það um- kringt nokkrum af gömlu herbröggunum. Safnið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna en um 2.500 gestir heimsóttu það síðasta sumar. Á safninu má meðal annars sjá hvernig var innanstokks í herbröggun- um á Reyðarfirði. 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.