Ský - 01.08.1998, Page 59
I
AUSTFIRÐIR 0
EGILSSTAÐIR
FLUGFÉLAGSBÆRINN
I
Serbneskur ofuragi
LykiLLinn aö frábærum árangri knattspyrnuliðs KVA
Daníel Borgþórsson, leikmaður KVA og vallarstjóri á Reyðarfirði,
að strika völlinn fyrir komandi átök.
Það knattspyrnulið sem hefur komið hvað mest á óvart í
íslenskri knattspyrnu þessa leiktíð er 1. deildarliðið
KVA, Knattspyrnusamband Vals og Austra.
Þegar þetta er skrifað er langt frá því Ijóst hvaða tvö lið
úr l.deild vinna sér þátttökurétt í úrvalsdeildinni að ári,
en að KVA sé enn með í þeirri baráttu þegar mótið er
rúmlega hálfnað er frábær árangur hjá liði sem var í
neðstu deild íslandsmótsins fyrir tveimur árum.
Forráðamenn Vals frá Reyðarfirði og Austra frá Eskifirði
ákváðu að sameina krafta liðanna árið 1994 eftir að þau
höfðu um árabil tekið þátt í íslandsmótinu í sitt hvoru lagi
án teljandi árangurs. Það ár og árið eftir lék KVA í 4. deild.
En 1996 verða tímamót hjá félaginu þegar Serbinn
Miroslav Nicolic gerðist leikmaður og þjálfari liðsins. Þá
leiktíð tapaði KVA ekki einum einasta leik og vann sig upp
um deild eða í 2. deild eins og gamla 3. deildin var endur-
skírð eftir að úrvalsdeildin var sett á fót 1997.
KVA staldraði aðeins eitt tímabil við í 2. deildinni, lenti í
öðru sæti og komst upp í þá fyrstu fyrir þetta keppnis-
tímabil.
Hroðaleg blótsyrði
Áður en tímabilið hófst bjuggust fæstir við að KVA myndi
láta að sér kveða og var fremur talið að liðinu biði erfið
botnbarátta. En sú hefur aldeilis ekki orðið raunin. KVA
hefur leikið afbragðsvel og sýnt fram á að árangur undan-
farinna ára er engin tilviljun. En hver skyldi vera skýringin
á þessari velgengni? Daníel Borgþórsson, leikmaður KVA
og vallarstjóri á Reyðarfirði, segir að það sé ekki spurning
að hinn serbneski þjálfari liðsins, Miroslav Nikolic sé mað-
urinn að baki árangrinum.
„Já, hann hefur nánast búið þetta til hérna," segir Daní-
el. „Hann er gríðarlega harður og það er óhætt að segja
að það ríki heragi á æfingum hjá honum. Þessi mikli agi er
eitthvað sem maður var ekki vanur og það tók smá tíma
fyrir leikmenn að venjast honum. En það er aftur á móti
tvímælalaust af hinu góða. Menn eru í betra formi en þeir
voru áður og þetta er mikið skemmtilegra fyrir vikið."
Að sögn Daníels er Miroslav óhræddur við að láta menn
heyra það óþvegið ef honum finnst þeir ekki vera að gera
sitt besta.
„Hann skammar okkur hiklaust á serbókróatísku og
tvinnar svoleiðis saman hroðalegustu blótsyrði. Ég held að
maður yrði ekki vinsæll ef maður færi á heimaslóðir hans
og léti útúr sér eitthvað af því sem maður hefur lært hjá
honum," segir Daníel hlæjandi.
Tveir heimavellir
KVA leikur heimaleiki sína til skiptis á Eskifirði og Reyðar-
firði. Daníel segir það fyrirkomulag hafa mælst mjög vel
fyrir og nú hafi liðið tvo grasvelli til þess að æfa og leika á.
Heimamenn eru duglegir að mæta á leiki og þegar leikið
er fyrir sunnan láta margir brottfluttir Austfirðingar sjá
sig.
Lið KVA er að mestu skipað leikmönnum af Austurlandi.
Þrír koma frá Eskifirði, fjórir frá Reyðarfirði, tveir frá Egils-
stöðum og einn frá Djúpavogi. Þeir sem ekki teljast til
heimamanna eru þrír Júgóslavar, einn Selfyssingur og einn
Akureyringur.
Útsýnið frá velli KVA á Reyðarfirði. KVA er það knattspyrnulið sem hefur
komið mest á óvart á Islandsmótinu í knattspyrnu í sumar.
57