Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 60

Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 60
I AUSTFIRÐIR 06 EGILSSTAÐIR FLUGFÉLAGSBÆRINN Ein besta höfn landsins FjöLmennt í bænum dagana á undan ferju Seyðisfjarðarbær stendur við eina bestu höfn landsins frá náttúrunnar hendi. Aðdýpi er þar mikið og gott skjól. Innsiglingin, bæði í firðinum sjálfum og utan hans, er laus við eyjar og sker sem er mikill kostur við höfn. Hvergi á land- inu er meira viðlegurými miðað við íbúa en á Seyðisfirði. Og þar sem öll þjónusta við sæfarendur er að auki mjög góð í bænum hafa samgöngur á sjó ávallt verið miklar. Fyrr á árum voru fastar skipaferðir milli Seyðisfjarðar og Evrópu en þær lögðust af fyrir miðja þessa öld. Árið 1975 hófu hins vegar Færeyingar í samvinnu við heimamenn vikulegar siglingar yfir sumarmánuðina með bíl- og far- þegaferju milli Seyðisfjarðar, Færeyja og Skandinavíu. Fyrst með ferjunni Smyrli en síðari ár með Norrænu. Ferjusiglingarnar eru áberandi þáttur í bæjarlífinu á sumrin. Að sögn Davíðs Gunnarssonar lögregluvarðstjóra, taka ferðamenn sem ætla með ferjunni að streyma til bæj- arins þegar um og upp úr helginni fyrir brottför, en Nor- ræna kemur og lætur úr höfn alla fimmtudaga á sumrin. „Þessir dagar á undan ferju eru mjög mikilvægir fyrir verslun og atvinnulíf í bænum. Það stoppa fáir hér á komu- dag en margir hins vegar á leiðinni til baka. Og ef veðrið er gott staldrar fólk jafnvel við hérna í nokkra daga," segir Davíð. Sérstaklega er kátt á hjalla á Seyðisfirði á miðvikudögum þegar fólksfjöldinn er hvað mestur. Á komudag ferjunnar þegar allt að 700 manns koma á land og annar eins fjöldi bíður þess að stíga um borð, þrefaldast fólksfjöldinn í bæn- um í nokkrar klukkustundir ef áhöfn Norrænu er talin með. Allt frá árinu 1936 hefur síldar- og loðnubræðsla verið ein Ekið um borð í Norrænu í Seyðisfjarðarhöfn. af styrkustu stoðum atvinnulífs bæjarins. SR-mjöl rekur eina fullkomnustu bræðslu Evrópu á Seyðisfirði en þar eru allt að 1.000 tonn af fiski brædd á sólarhring. Þrátt fyrir þetta magn finnst hin alkunna peningalykt ekki fyrr en alveg er komið upp að verksmiðjunni sjálfri í útjaðri bæjarins. Er það að þakka góðum mengunarvarnarbúnaði. Það er því óhætt að segja að mikið líf sé á hafnarsvæði Seyðisfjarðar en þar eru jafnt á ferð stór skip og smábátar. Þeir sem hafa svo áhuga á að fá sér siglingu til næstu fjarða eða renna fyrir fisk á sjóstöng geta nýtt sér þjónustu báts- ins Jóa félaga. Fjölmörg gömul og falleg hús eru á Seyðisfirði. Gamli barnaskólinn er ein af perlum bæjarins en þar eru iðulega sýningar af ýmsu tagi á sumrin. Torgið fyrir framan húsið hannaði Þóra Guðmundsdóttir arkitekt. Skúlptúrinn er eftir Kristján Guðmundsson og var verkið reist í tilefni af 100 ára afmæli bæjarins árið 1995. Sýnir það útlínur Seyðisfjarðar. Listalífið -fjörlegt á sumrin ASeyðisfirði er jafnan líflegt listalíf á sumrin sem jafnt heimamenn, innlendir og erlendir ferðamenn nýta sér óspart. Að sögn Grétu Garðarsdóttur, annars menningar- og auglýsingafull- trúa bæjarins, eru alltaf að minnsta kosti fjórar myndlistasýningar í gangi á sama tíma yfir sumarið; ein í listamiðstöðinni Skaftfelli í hjarta bæjarins, ein í húsakynnum gamla barnaskólans, ein á hótel Snæfelli og svo er standandi sölusýning allt árið á verkum Stefáns „Stórvals" frá Möðrudal að Vesturvegi 8. Sér Jón Aðalsteinn, sonur Stefáns heit- ins um sýningu og sölu á verkunum. Einu sinni yfir sumarið er svo haldinn menningardagur barna og er afraksturinn af því framtaki sýndur sérstaklega. En það er ekki einungis myndlistin sem er áberandi á Seyðisfirði. Hvert sumar er tónleikaröðin „Bláa kirkjan" haldin á miðvikudögum í kirkju bæjarins. Þar gefst áhugasömum kostur á að troða upp með efni að eigin valin, til dæmis með Ijóðalestur eða tónlistarflutning, áður en hinir eiginlegu tónleikar hefjast en að sögn Grétu hafa margir af fremstu tónlistarmönnum landsins leikið á tónleikaröðinni. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.