Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 62

Ský - 01.08.1998, Blaðsíða 62
I AUSTFIRÐIR EGILSSTAÐ 0 G R FLUGFELAGSBÆRINN Arfi og hundasúrur FrumLegt saLat hússins á farfugLaheimiLinu HaföLdunni Þóra Guðmundsdóttir og dóttursonurinn Rökkvi að gefa heimilisöndunum. í baksýn eru starfsstúlkur farfuglaheimilisins, Ríkey dóttir Þóru og Elfa. Farfuglaheimilið Hafaldan hefur verið starfrækt í 23 ár á Seyðisfirði, allan tímann undir styrkri stjórn Þóru Guð- mundsdóttur. Hafaldan er til húsa steinsnar fyrir utan bæjarkjarnann í einlyftu húsi sem áður var verbúð. Húsið hafði staðið autt í sjö ár þegar Þóra falaðist eftir því undir gistiheimili 1975, sama ár og siglingar milli Seyðisfjarðar og Skandinavíu hófust. Að sögn Þóru hefur mikið breyst frá því hún hóf reksturinn. „Já, lengi vel voru gestirnir svo til eingöngu hippar og bakpokafólk og oft voru þar inná milli hálfgerðir furðufugl- ar. Nú er þetta breytt. Hér gistir líka venjulegt fjölskyldu- fólk, sölumenn og jafnvel ráðherrar. Fólk hefur áttað sig á því að það er alls ekki galið að gista ódýrt og eyða pening- unum í eitthvað annað á ferðalaginu.". Hafaldan er opin allt árið en á veturna gegnir hún sínu gamla hlutverki, er verbúð fyrir farandfiskverkunarfólk. Þóra er arkitekt að mennt og hefur gert mjög skemmti- lega hluti fyrir húsið. Mestan svip á innréttingarnar setur þó upprunaleg krossviðsklæðning sem er í góðum takti við nýj- ustu strauma og stefnur í innanhúshönnun. Þóra er afbragðskokkur og hópum stendur til boða að borða kvöldmat á Haföldunni ef pantað er áður. Sérstök á- hersla er lögð á heimatilbúinn mat og jafnvel heimarækt- aðan. Er óhætt að mæla með salati hússins sem inniheldur meðal annars hundasúrur og arfa. Morgunmaturinn er heldur ekkert slor, reyktur silungur, álegg og brauð, allt bakað og útbúið heima. En gætið að því að nú fer hver að verða síðastur að heim- sækja Hafölduna. Næsta sumar verður að öllum líkindum hennar síðasta þar sem húsið þarf að víkja vegna fram- kvæmda við snjóflóðavarnarmannvirki sem hafist verður handa við næsta vor. Lokumannvirki og lengingar VéLsmiðjan StáL hf. Löng hefð er fyrir málmiðnaði á Seyðisfirði og hafa flestir verkfærir menn í bænum unnið í smiðju einhvern tímann um ævina. Um tíma voru þar reknar tvær vélsmiðjur en nú er ein eftir, Stál hf., sem fagnaði hálfrar aldar afmæli í febrúar á þessu ári. Að sögn Theódórs Blöndal, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, byggir Stál afkomu sína að meirihluta á verk- efnum í landi en einnig á skipaviðgerðum og breytingum fiskiskipa. „Lokumannvirki í virkjunum eru að verða okkar sérgrein. Við höfum smíðað um 80 prósent af þeim búnaði sem fram- leiddur hefur verið hér á landi," segir Theódór. Stál smíðar einnig mikið af tækjabúnaði fyrir fiskimjöls- verksmiðjur um allt land en að sögn Theódórs er landið allt eitt markaðssvæði í þeim efnum. Árið 1985 varð fyrirtækið það fyrsta á Austfjörðum til að fá verk í málmiðnaði sem boðið var út á alþjóðamarkaði. Það var smíði á 63 álbræðslu- kerjum fyrir álverið í Straumsvík. Var unnið að smíðinni árin 1985 til 1988. Það er athyglisvert að flutningskostnaður kerj- anna frá Seyðisfirði til Straumsvíkur var aðeins 1.000 krónum lægri á þávirði en ef þau hefðu verið flutt frá Evrópu. í smiðju Vélsmiðjunar Stáls hf. var verið að smíða reykhreinsikerfi fyrir fiskimjölsverksmiðju SR mjöls á Siglufirði þegar þessi mynd vartekin. Eftir töluverðar þrengingar í rekstri Stáls keypti Slippstöðin á Akureyri hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum. Ráðist var í ítarlega fjárhagslega endurskipulagningu og í dag er fyrir- tækið fjárhagslega traust. Stál og Slippstöðin hafa unnið náið saman undanfarin ár. Nú í ágúst tók Stál til dæmis bát í slipp til lengingar og voru lengingarbútarnir sem notaðir eru í verkið smíðaðir hjá Slippstöðinni. Starfsmenn Stáls eru um þrjátíu talsins. Framtíð Stáls er björt og verkefnisstaðan út þetta ár er góð. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.