Ský - 01.08.1998, Page 64

Ský - 01.08.1998, Page 64
I AUSTFIRÐIR OG EGILSSTAÐIR FLU6FÉLAGSBÆRINN I Eitt afskekktasta byggða ból landsins Bóndabærinn og veðurathugunarstöðin Daiatangi Dalatangi er yst á skaganum sem skilur að Mjóafjörð og Seyðisfjörð. Dalatangi er ysta nefið á fjallgarði sem kallast Flata- fjall og skilur að Mjóafjörð og Seyðisfjörð. Á Dala- tanga er austasta og líklega eitt afskekktasta byggða ból landsins. Þar stunda búskap Heiðar W. Jones og Marsibil Erlendsdóttir ásamt tveimur börnum sínum. Fjölskyldan sinnir einnig veðurathugunum fyrir veður- stofuna og vitagæslu fyrir vita- og hafnarmálaskrifstofu Dalatangi er svo sannarlega ekki í alfaraleið. Sam- göngur við bæinn landleiðis eru frá þorpinu Brekku í Mjóafirði en þangað eru 16 brattir kílómetrar og ófært á öðrum farartækjum en vélsleða eða góðum göngu- skóm, nema yfir sumarmánuðina. Og þegar þau tól duga ekki verður að fara sjóleiðina sem á það reyndar til að verða ófær líka. Hjólað um Lagarfljót HaUormsstaðarskógur og AtLavík Ein helsta náttúruperla Austurlands er Hallormsstaðar- skógur. í aðeins um 25 kílómetra fjarlægð frá Egils- stöðum breiðir þessi stærsti skógur landsins úr sér með mörgum skemmtilegum göngustígum. Innarlega í Hallormsstaðarskógi er hin sögufræga Atla- vík þar sem frægasti trymbill sem til íslands hefur komið skoðaði sig um ásamt spússu sinni á sögufrægri útihátíð Stuðmanna hér um árið. Óvíða hérlendis er jafnveðursælt og á tjaldstæðinu við Atlavík. Getur jafnvel munað verulega á veðurfari þar og inn á Egilsstöðum. Undanfarin ár hefur vinsæl bátaleiga verið rekin í Atla- vík, sem eins og allir vita, sem eitthvað kunna fyrir sér í landafræði, er við Lagarfljót. Hefur þar verið hægt að leigja bæði hefðbundna árabáta og svo farartæki sem eru algengari sjón við Miðjarðarhafið en hér norður í hafi, nefnilega hjólabáta. Snorri Grétar Sigfússon, báta- gæslumaður Fljótsbáta sf., segir síðarnefndu bátana tví- mælalaust vinsælli. „Já, krakkarnir eru sérstaklega hrifnir af hjólabátunum og þar sem við erum með vesti á alla, alveg niður í börn undir fimmtán kílóum, geta flestið fengið sér siglingu en í góðri fylgd að sjálfsögðu." Auk þessara báta er einn kanó í flota Fljótsbáta og svo er Snorri skipstjórinn á vélknúnum björgunarbáti fyrirtækisins sem er einmitt oftast notaður til þess að bjarga kanóræðurum sem gera þau afdrifaríku mistök að standa upp. Við það veltur kanóinn nánast undantekn- ingarlaust að sögn Snorra sem tekur fram að hann sé jafnan fljótur á vettvang. Það er líka eins gott því Lagar- fljót er ískalt og volgnar lítið jafnvel þótt mjög heitt sé í veðri. Lagarfljót er með merkari vatnsföllum landsins. Þrátt fyrir nafnið er það þriðja stærsta stöðuvatn landsins og þar sem það er dýpst eru 112 metrar niður á botn, sem er ríflega ein og hálf Hallgrímskirkja. Sá punktur er talinn annar lægsti punktur íslands, 90 metrum undir sjávarmáli. Er hann næstur á eftir botni Jökulsárlóns sem er um 100 metra undir yfirborði sjávar. Þar sem Lagarfljót er dýpst eru 112 metrar niður á botn. 62

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.