Ský - 01.08.1998, Síða 64

Ský - 01.08.1998, Síða 64
I AUSTFIRÐIR OG EGILSSTAÐIR FLU6FÉLAGSBÆRINN I Eitt afskekktasta byggða ból landsins Bóndabærinn og veðurathugunarstöðin Daiatangi Dalatangi er yst á skaganum sem skilur að Mjóafjörð og Seyðisfjörð. Dalatangi er ysta nefið á fjallgarði sem kallast Flata- fjall og skilur að Mjóafjörð og Seyðisfjörð. Á Dala- tanga er austasta og líklega eitt afskekktasta byggða ból landsins. Þar stunda búskap Heiðar W. Jones og Marsibil Erlendsdóttir ásamt tveimur börnum sínum. Fjölskyldan sinnir einnig veðurathugunum fyrir veður- stofuna og vitagæslu fyrir vita- og hafnarmálaskrifstofu Dalatangi er svo sannarlega ekki í alfaraleið. Sam- göngur við bæinn landleiðis eru frá þorpinu Brekku í Mjóafirði en þangað eru 16 brattir kílómetrar og ófært á öðrum farartækjum en vélsleða eða góðum göngu- skóm, nema yfir sumarmánuðina. Og þegar þau tól duga ekki verður að fara sjóleiðina sem á það reyndar til að verða ófær líka. Hjólað um Lagarfljót HaUormsstaðarskógur og AtLavík Ein helsta náttúruperla Austurlands er Hallormsstaðar- skógur. í aðeins um 25 kílómetra fjarlægð frá Egils- stöðum breiðir þessi stærsti skógur landsins úr sér með mörgum skemmtilegum göngustígum. Innarlega í Hallormsstaðarskógi er hin sögufræga Atla- vík þar sem frægasti trymbill sem til íslands hefur komið skoðaði sig um ásamt spússu sinni á sögufrægri útihátíð Stuðmanna hér um árið. Óvíða hérlendis er jafnveðursælt og á tjaldstæðinu við Atlavík. Getur jafnvel munað verulega á veðurfari þar og inn á Egilsstöðum. Undanfarin ár hefur vinsæl bátaleiga verið rekin í Atla- vík, sem eins og allir vita, sem eitthvað kunna fyrir sér í landafræði, er við Lagarfljót. Hefur þar verið hægt að leigja bæði hefðbundna árabáta og svo farartæki sem eru algengari sjón við Miðjarðarhafið en hér norður í hafi, nefnilega hjólabáta. Snorri Grétar Sigfússon, báta- gæslumaður Fljótsbáta sf., segir síðarnefndu bátana tví- mælalaust vinsælli. „Já, krakkarnir eru sérstaklega hrifnir af hjólabátunum og þar sem við erum með vesti á alla, alveg niður í börn undir fimmtán kílóum, geta flestið fengið sér siglingu en í góðri fylgd að sjálfsögðu." Auk þessara báta er einn kanó í flota Fljótsbáta og svo er Snorri skipstjórinn á vélknúnum björgunarbáti fyrirtækisins sem er einmitt oftast notaður til þess að bjarga kanóræðurum sem gera þau afdrifaríku mistök að standa upp. Við það veltur kanóinn nánast undantekn- ingarlaust að sögn Snorra sem tekur fram að hann sé jafnan fljótur á vettvang. Það er líka eins gott því Lagar- fljót er ískalt og volgnar lítið jafnvel þótt mjög heitt sé í veðri. Lagarfljót er með merkari vatnsföllum landsins. Þrátt fyrir nafnið er það þriðja stærsta stöðuvatn landsins og þar sem það er dýpst eru 112 metrar niður á botn, sem er ríflega ein og hálf Hallgrímskirkja. Sá punktur er talinn annar lægsti punktur íslands, 90 metrum undir sjávarmáli. Er hann næstur á eftir botni Jökulsárlóns sem er um 100 metra undir yfirborði sjávar. Þar sem Lagarfljót er dýpst eru 112 metrar niður á botn. 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.