Ský - 01.08.1998, Síða 73
KYNNING ARSÍ ÐUR
Halifax býður upp á fleira en verslanir. Árið 1993
kallaði tímaritið Harper’s Bazaar borgina „ný-
tískuborg í orðsins fyllstu merkingu”. Klúbbar,
krár, tískuverslanir, kaffihús og veitingahús sem bjóða mat
ffá ýmsum löndum, allt iðar þetta af lífi steinsnar frá göml-
um kirkjugarði sem heflir að geyma legsteina frá 1752. Á
hverjum degi í hádeginu er hleypt af fallbyssum í Borgar-
virkinu, fjölsóttasta sögustað Kanada. Á haustin er alþjóð-
leg kvikmyndahátíð þar sem kvikmyndir frá löndum við
Atlantshafsströndina skipa heiðurssess, febrúar er mánuður
afrískrar arfleifðar og tónleikahald í því tilefni: í Halifax er
úrvalið af listsýningum og tónleikum ótrúlegt miðað við
stærð borgarinnar.
I menningarlífinu er Neptune-leikltúsið eitt af rnerk-
ustu leikhúsum landsins. I þessu fallega, nýuppgerða leik-
húsi starfa fremstu leikarar, leikstjórar, tónlistarmenn og
sviðshönnuðir í Kanada og skapa hrífandi leiksýningar.
Skemmtikraftar á alþjóðlegum mælikvarða - allt frá sveita-
söngvurum til rokk- og dægurlagasöngvara - halda tón-
leika í Halifax Metro Centre, stærstu og áhugaverðustu
skemmtanamiðstöðinni á Atlantshafsströnd Kanada.
Iþróttaáhugafólk lætur árleg körfúbolta- og íshokkímót
ekld fram hjá sér fara.
Nova Scotia sinfóníuhljómsveitin leikur verk gömlu
meistaranna af mikilli snilld og fær til liðs við sig heims-
frægt tónlistarfólk ásamt því að kynna til leiks afburðahæfi-
leikafólk úr sínum eigin röðum. Framúrskarandi gestir á
sviði klassískrar tónlistar og þekktir heimamenn deila svið-
inu með sinfóníuhljómsvetinni.
I Halifax er að finna eitt stærsta safn minja um far-
þegaskipið Titanic í Norður-Ameríku. í Sjóminja- og sigl-
ingasafninu er nýlega búið að opna sýninguna, Titanic:
Skipið ósöklcvandi og Halitáx. Tað er ómaksins vert að skoða
hana.
Nova Scotia