Ský - 01.08.1998, Page 74

Ský - 01.08.1998, Page 74
KYNNING ARSÍÐUR #*SÍ Nom\so K A N A D A Nova Scotia er nýr áfangastaður við sjávarströnd Norður-Ameríku. I’ar er margt hægt að taka sér fyr- ir hendur og landslagið er fjölbreytt. Svo til alls staðar meðffam 7.400 lcm langri strandlengjunni uppgötvar maður eitthvað nýtt - himinháa kletta, stórfenglegt útsýni, heilu breiðurnar af auðri sandströnd, tilkomumilda höföa, skjólgóðar víkur og fiskiþorp, mýrar með fjölbreyttu dýralífi, yfirleitt í þjóðareign og aðgengilegar. Cabot-leiðin er ein fegursta akstursleiðin meðfram sjó í allri Norður-Ameríku. Hún er hluti af yfirgripsmiklu og vel skipulögðu vega- og göngustígakerfi fyrir ferðamenn hring- inn í kringum landið. Hver leið er til vitnis um hina miklu íjölbreytni sem einkennir strendur Nova Scotia. Söfn, sögulegar byggingar og menningarmiðstöðvar alls staöar í Nova Scotia veita mönnurn innsýn í sögu þessarar siglingaþjóðar. I’arna er Louisbourg-virkið, stærsta endurupp- gerða sögulega bygging Norður-Ameríku og Sherbrooke Village á Sjávarleiðinni (Marine Drive), þar sem lífið í gamla daga er sett á svið. UNESCO (Menningar- og vísindastofn- un Sameinuðu þjóðanna) hefltr útnefnt Lunenburg, sem stoínuð var árið 1753, menningarverndarsvæði (World Heritage Site), en aðeins ein önnur borg hefur hlotið slíkan heiður í Norður-Ameríku. Til Nova Scotia er hægt að ferðast allan ársins hring, því að á hverri árstíð er hægt að taka sér margt spennandi og for- vitnilegt fýrir hendur. Áhugafólk um útivist getur farið í fjallgöngur, hjólreiða- ferðir og útilegur í þjóðgörðum Cape Breton Highlands eða Kejimkujik. Cape Chignecto, nýjasti þjóðgarður Nova Scotia, er spennandi ögrun fyrir þá sem eru sprækir og í góðu formi - og vel þess virði að heimsækja. Við Fundyflóa streyma 100 milljarðar tonna af vatni tvisvar á dag inn í trekdaga vík, og þá verða heimsins stærstu aðföll. Aðfallið sverfir ævintýralegar myndir í landið og flytur ótrúlega mörgum fúgla-, fiska- og sjávarspendýrategundum æti. Hér uppgötva áhugamenn um steingervinga, [jósmyndarar, listamenn og náttúruffæðingar í leit að fúglum eða hvölum, land drauma sinna. Ferðamenn til Nova Scotia hafa ævinlega orð á gestrisni íbúanna. Feir eru hlýlegir og vingjarnlegir í viðmóti og haía gaman af því að ferðamenn njóti landsins með þeim. Flugleiðir bjóða upp áflug og bil til Hulifax, Nova Scotia. Leitaðu til þinnar ferðaskrif- stofu eða hringdu í Úrval- Útsýn í sima 569 9300 o£f Nova Scotia m m - *.«

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.