Ský - 01.08.1998, Page 82

Ský - 01.08.1998, Page 82
UÓSM.: PÁLL STEFÁNSSON Milli himins og jarðar Hd leiKa ÍvÆ5.4'V4^ ■' vfV\~H ’i. -5 i.-S' \s!yHk §flfw ' " Efftir rykið á Sprengisandi er ómi Hofsjökuls. Par er skáli sem Féri Vjiwgl M'teaS .••• •' . O': ð Laugafell sem liggur norðan r leikkona ræðtir þar húsum í sumar. Páll Stefánsson Ijósmyndari fór í bað og tók spjall uið Ingrid í ieiðinini / g hef aldrei verið á fjöllum en hef haft gaman af gönguferðum um víðáttur hálendisins, svo ég bara sló til og réð mig hingað í þá tvo mánuði, júlí og ágúst sem er opið hér við Laugafell. Það er svo gaman að glíma við drauga. Nei, ég er ekki smeyk við þá enda er ég sjaldnast ein, hér gistir alltaf einhver og síðan er jú að mestu bjart allan sólarhringinn. Þetta er auðvitað besti staðurinn til þess að kynnast sjálfum sér. Byggja sig upp andlega, og auðvitað líkam- lega. Héðan er gott að fara í styttri gönguferðir. Ég er ekki með bíl svo ekki get ég skotist niður í Skagafjörð eða Eyja- fjörð. Ég er með síma svo ég get auðvitað talað við vini og kunningja eða hjálpað fólki, nú eða reynt að fá eitthvert ferskmeti úr bænum. Það er jú pastaveisla hjá mér á hverj- um degi, svo gott er að fá eitthvað nýtt og ferskt þegar þannig stendur á. Það sem mest hefur komið á óvart er veðrið. Ég fór hingað norður til að fá mikið af sól en blessunin hefur svo- lítið látið standa á sér, en það má þó segja að hér sé veður- gott. Ég byrja alltaf daginn á því að setja upp íslenska fán- ann og fara síðan í heitt og notalegt bað. Laugin hér er alveg frábær. Ég vissi reyndar áður að hér væri heit laug en ekki að hún væri svona góð, 38 gráður plús, það getur bara ekki verið betra. Síðan er hér salemi sem er einstakt. Það er með heitu vatni í vatnskassanum. Þegar ég tylli mér á volga setuna og finn fyrir hitanum, þá finnst mér ég vera í Reykjavík eitt augnarblik. „Það er gaman hvað fólk er ræðið hér á fjöllum, allir tala um veðrið, hvert skal halda, gefa greinargóða lýsingu á ástandi fjallvega, spyrja hversu heit laugin sé, og svo kem- ur alltaf ein klassísk spuming svona í lokin: Er ekki ein- manalegt að vera svona ein á fjöllum? Síðan dettur það ofaní laugina áður en lengra er haldið. Andstætt því sem ég hélt þá finnst mér íslendingar ganga betur um en útlendingar. Annars er umgengni fólks að mestu leyti til fyrirmyndar. Reyndar vill það brenna við þegar fimmtíu manna hestahópar koma hér að eitt heitt kló- sett tekur ekki við öllum sem verður brátt í brók. Þá vilja sumir fara heldur stutt frá skálanum og gera þarfir sínar. En þetta er bara einn af þeim hlutum sem skálavörður verður að kljást við. Öllum gestum sem hingað koma skal líða vel. Öllum á að líða vel á fjöllum, að minnsta kosti er ég alsæl, með mitt heita klósett.“ 80 Páll Stefánsson er Ijósmyndari Skýja. Hann sest alltafá salernið við Laugafell þegar hann á leið þar um.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.