Ský - 01.06.2002, Page 7
FOLK, LEIKHUS, BIÓ, UÓSMYNDIR, TIMARIT, BÆKUR, KAFFI, NEKT
GEIMVERUR, SMOKKAR, HÖNNUN, VINDLAR, LÍKAMSRÆKT ...
Sean Penn, Summer Phoenix, Milla Jovovich og David Lynch
stjörnuskoðun
kiósmyndarinn Bernharð Valsson er búinn aö koma sér vel fyrir á
landakortinu yfir Ijósmyndara í París, þar þekkja menn hann sem
Benni Valsson. Hann tekur jöfnum höndum myndir fyrir hiö virta dag-
blað Liberation og franska kvikmyndatímaritiö Premiere ásamt því
aó vinna fyrir mörg af helstu tískutímaritum heimsins. Hann hefur
sem sagt nóg aö gera. En þaö hefur ekki alltaf veriö þannig. Benni
flutti til Parísar haustið eftir aö hann útskrifaðist frá Menntaskólan-
dm á Akureyri og ætlaði að búa eitt ár í borginni á Signubökkum.
Þaö var fyrir fimmtán árum síðan. Fyrri hluta þess tíma eyddi hann
sem aðstoðarmaður annarra Ijósmyndara og greip í hin og þessi
verkefni. En fyrir sjö árum fékk hann tækifæri til að standa á eigin
fótum með myndavélina þegar hann byrjaði að vinna fyrir Liberation.
„Hlutirnir fóru aö gerast 1995. En árin á undan voru nauðsynlegur
skóli,” segir Benni. Hann er nýkominn úr ferð með hljómsveitinni
Depeche Mode og er á leið á kvikmyndahátíóina í Cannes þar sem
hann hefur haft það verkefni undanfarin ár að mynda margar af
helstu stjörnum hvíta tjaldsins. Sem getur verið snúið verkefni.
Hann þarf að ná góðu portretti, oft á stuttum tíma. Og stjörnurnar
eru missamvinnuþýöar.
Leikstjórinn David Lynch er einn af þeim eftirminnilegri.
„Hann var frábær. Að taka myndir af honum er eitthvað sem ég
mun seint gleyma. Það er eitthvað sérstaklega mannlegt og hlýlegt
við hann. Hann er frábær listamaður og góður náungi. Ólíkt svo
mörgum sem ég hef hitt og eru afbragðs listamenn en skítakarakt-
erar. Ég nefni engin nöfn. Að taka myndir af Björk er líka alltaf
mjög sérstakt. Það er aldrei neinn borötennis. Hún gefur svo mikið
af sér. Hún gefur og ég þigg, eins og venjulega.” JK
Ljósmyndir: BERNHARÐ VALSSON SkÝ 5