Ský - 01.06.2002, Page 12

Ský - 01.06.2002, Page 12
FYRST & FREMST = LITIÐ EITT Allur ágoði rennur til Götusmiájunnar. Aðra boli Guðbjargar má nálgast á gudbjorgg@simnet.is. ristill inn Gamalt, upprúllað kennslugagn t líffræði, nánar tiltekið um meltingarkerfi manns- líkamans, fær nýtt hlutverk á íturvöxn- um kroppum djarfra einstaklinga í sumar. Einhverjir gætu haldið að verið væri að aug- lýsa undralyfið Colon Care en svo er örugg- lega ekki. Athygli vekur að í innyfladýrðina vantar lykillíffærin hjarta og lungu, en í stað þeirra er skondió og athyglisvert bein sem minnir gjörla á hundabein í stríðnisbandi. „Ég reyndar fjarlægði þetta dularfulla bein úr meltingarkerfinu eftir á," segir Guðbjörg Gissurardóttir, nýbakaður bolahönnuður, sem bar sigur úr být- um í bolasamkeppni Sparisjóðsins og Top Shop til styrktar Götusmiðjunni. „Einhver benti mér á að ef hann ætlaði að sjokkera ömmu sína mætti hann á svæðið í svona bol. Mark- visst ætlaði ég svo sem ekki að valda neinum hryllingi heldur fannst vanta einhvern húmor í bolattskuna." Hún segir keppn- ina hafa kveikt elda sem hún eigi erfitt með að slökkva og því sé hún nú að búa til fleiri flotta boli. Víst er að margir iða í skinninu eftir að nuddast upp við einn slíkan. ÞLG Island beint - ódýrari símtöl frá útlöndum í lok síðasta sumars setti Síminn á markað þjónustu fyrir íslendinga á ferðalögum í útlöndum. Með þjónustunni ísland beint er mögulegt að hringja með ódýrari hætti til íslands af erlendum gististööum - og er notkunin erlendis gjaldfærð á símreikninginn heima. „Viðskiptavinir ísland beint hringja í gjaldfrjáls númer (800 númer) í útlöndum sem tengjast sjálfkrafa til íslands - hvort sem hringt er úr tal- eða farsíma. Þar næst er slegið inn notendanúmer og lykilnúmer og valið það símanúmer sem hringja á í. Þetta er í alla staði mjög þægilegt og hagkvæmt fyrirkomulag fyrir viðskiptavininn," segir Heiðrún Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsinga- og kyn- ningarmála Símans. Að sögn Heiðrúnar leitast Síminn ávallt vió að auka þjón- ustu við viðskiptavini sína og benda þeim á hagkvæmari leiðir hverju sinni en í lok maí lækkaði mínútuverð ísland beint einmitt um 30 prósent. Hún segir jafnframt að það borgi sig í flestum tilfellum fyrir viðskiptavini Símans að hringja í gegnum kerfi Símans þar sem gististaöir á erlen- dri grundu ráði sjálfir álagningu sinni. Hægt er að nota þjónustuna á helstu áfangastöðum víðs vegar um heiminn. Sækja þarf um þjónustuna áður en farið er til útlanda og er hægt að gera það í þjónustuveri Símans í síma 800 7000 og verslunum um allt land. Umsókninni fylgir sérstakt lykilnúmer sem nota þarf þegar hringt er heim. Allar upplýsingar um verðskrá er að finna á siminn.is lostabragð af sauðnauti og sjóbirtingi Jarðarber og karamellur hafa lengi lífgað upp á langdregna tungu- leikfimitíma í svefnherberginu. Það hefur þótt krydda latex-keim- inn af smokkunum að velta þeim upp úr frískandi og sætum bragð- efnum á færibandinu. Nú kveður hins vegar nýrra við í Iqaluit, höf- uðstað Nunavut-héraðs í Kanada. Þar eru ókeypis smokkar með lostavekjandi bragði af sauðnauti, elg og sjóbirtingi það allra eftir- sóttasta þegar kemur að minjagripum. í upphafi var hugmyndin sniðugt spaug þegar börnum Inúíta í alnæmisfrasðslu þótti merkl- legast að smokkar fengjust með ávaxta- og sælgætisbragði, en fljótlega var ráðist í framleiðslu á þessum hefðbundnu og gamal- kunnu prótíngjöfum Inúíta í smokkaformi. í dag hafa yfirvöld í Iqaluit gefiö meira en 15.000 smokka í laglegum pakkningum sem prýddar eru myndum af fimm dýrum úr norðurheimi. Handhafar stjórnvalda og menn úr viðskiptalífinu hafa staðið þétt bak við smokkana og meira að segja heilbrigðisráðherrann, Ed Picco, klæddi sig upp í bleikan smokkabúning og gaf smokka á götum Iqaluit. þlg 10 SKÝ I LjósmyrwV. P^LL STEFKNSSON

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.