Ský - 01.06.2002, Page 18

Ský - 01.06.2002, Page 18
FYRST & FREMST = LITIÐ EITT cawon á fullri ferð inn í eilífðina Þeir gleyma því seint sem sáu Michael Schumacher keyra á 250 kílómetra hraöa beint á dekkjavegg á Silverstone- kappakstursbrautinni í beinni útsendingu sjónvarpsins 1999. Schumacher fótbrotnaöi á báðum og þótti sleppa vel. Ef hann hefði lent í álíka árekstri nokkrum árum fyrr er næsta víst að hann heföi ekki þurft að kemba hærurnar. Öryggis- málum Formúlu 1 hefur fleygt gríðarlega fram undanfarin ár. Nú sitja ökumennirnir í klæðskerasniðnum kevlar-búrum sem eiga að þola gríðarleg högg. í spánnýrri og einkar fróólegri bók Formúla 1 - saga Formúlu 1 kappakstursins kemur fram að ekki hefur alltaf verið spáð mikið í líf og limi þeirra sem sátu undir stýri trylli- tækjanna. Mannskeeðasta tímabil kappaksturins er 1957 til 1958 þegar tæplega helmingur ökumanna í Formúli 1 fórust af slysförum, alls tólf menn. Meistarinn 1958, Bretinn Mike Flawthorne á Ferrari-bíl, sá sína sæng upp reidda og hætti keppnisakstri eftir þetta mannskaðaár. Það var óneitanlega kaldhæðni örlaganna að ári seinna fórst hann í bílslysi. Eitthvað hafa menn þó slakað á því keppnistímabiliö á eftir sluppu allir ökumennirnir lifandi frá keppni. En næstu tvö ár héldu hörmungarnar áfram. Árið 1960 dóu tveir og tveir örkumluðust í belgíska kappakstrinum og í lokakeppninni 1961 þeyttist bíll efsta manns stigakeppninnar, Wolfgang von Trip, upp í stúku með þeim afleiðingum að hann fórst auk tíu áhorfenda. Það slys var þó lítið miðað við ósköpin á Le Mans sex árum fyrr þegar áttatíu áhorfendur fórust. Sem betur fer heyra slík slys fortlð- inni til. Síðasta banaslys ökumanns í Formúlu 1 var 1994. Þá dóu reyndar tveir ökumenn í sömu keppninni í Imola, Rolan Ratzenberger og Ayrton Senna, einn ástsælasti ökumaður Formúlu 1 frá upphafi. Sögu hans og fleiri frægustu ökuþóra sögunnar má lesa I Formúlu 1 bókinni, en þar eru líka greinargóöar upplýsingar um hverja braut fyrir sig, tæknina á bak við liðin og fleira skemmtilegt. orma, frú norma? Stökkir ormar og stinnar sexfætlur hafa um hríð tyllt sér á silfurbakka þeirra sem girn- ast framandi bragð og meira prótín í flott- ustu veislum heimsins. Þótt sumum kunni að þykja slepjulegar pöddur fremur ólystugt partísnakk þarf ekki að fara lengra en í iðandi skordýraeldhúsið á Edible í East End Lundúna eða hinn sjóöheita veitinga- stað Empire í West End sömu borgar til að leyfa súkkulaðihúðuðum sporðdreka að kitla tunguna. Drekinn sá er langvinsælasti eftirréttur eldhússins, en um 85 prósent tómra maga sem sækja staðinn panta sér góðgætið. Á íslandi erfátt um gæðahráefni í pöddusnakk, en þó hafa íslenskir kokkar dundaö sér við að þróa íslenska ánamaðkinn í þessa átt. Ingvar Sigurðsson, yfirmatreiðslumaóur á Argentínu, er einn þeirra. „Til að ná moldinni úr meitingarvegi ormsins þarf að byrja á að svelta hann f grasi. Þá er hann snöggsteiktur eða soðinn upp úr hvítlauk og smáskvettu af víni. Þrælgóður, en ekki það framúrskarandi að hann hafi fest sig á matseðlinum." þlg TÍMRRITIN MÍN HILDUR HRF5TEIN = textílhönnuður TANK Lífsstílsblað, skemmtilegt og ögrandi, og næstum eins og lítil bók, þar sem ferðalög og tíska mynda skemmtilegan hrærigraut. YOUNG BLOOD Um tískuna, unga hönnuði á uppleið, spennandi föt, strauma og stefnur. Gaman aö skoða þegar maður er oróinn þreyttur á öllum gömlu hönnuðunum. VOGUE Það ítaiska. Ber af hinum systurblöðunum f Ijósmyndun og efnistökum. Tekst að vera framúrstefnulegt og íhaldssamt í senn. MARIE CLAIRE Það breska, sem er stútfullt af skemmtilegu efni fyrir okkur stelpurnar. Um allt milli himins og jarðar. Liósnvynd'. PÁLL STEFÁNSSON

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.