Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 22
FYRST & FREMST = MEÐ NOKTUM GEIMVERUM fimm heimshorn til að sjá geimverur Costa Rica í Mið-Ameríku Á Costa Rica hafa þúsundir geimdiska sést fara í sjóinn. Svo virðist sem rannsóknum geimvera á jörðinni sé stjórnað úr hafinu, enda líkast til rök- rétt þar sem lítið fer fyrir farartækjum þeirra á hafsbotni. Þarna er ekkert til sem heitir fýluferð. Geimverurnar eru hrifnastar af þessum jarðskika og þú munt sjá. Puerto Rico í Karabíska hafinu Ótölulegur fjöldi mannabarna hefur mætt geimskipum og geimverum viö ströndina austanmegin á Puerto Rico. Ekki er vitað hvaða erindi geimverur eiga á þessar slóöir en þó gæti það verið túrkísblátt hafið og hvítar strend- urnar. Þarna færðu bæði gullna brúnku og náin samskipti við einhvern af þriðju tegund. Gulf Breeze á vesturströnd Flórídaskagans Hafi menn þolinmæðina með sér verður ekki hjá því komist hér að sjá geim- skip taka fallega dýfu og smeygja sér ofan i kóralblátt hafið. Hundruð fiski- manna á þessum slóðum hafa orðið vitni að slíku og fengið ýmislegt speis- að í trollið. Getgátur eru uppi um að geimverur hafi eins konar bækistöðv- ar neðansjávar og þarna virðast þær hafa fundið mýmörg spennandi rann- sóknarefni. Interlaken í Sviss Heimaslóðir bóndans Billy Myers. sem liefur tekið yfir 10.000 Ijósmyndir af geimdiskum á sinni landareign og á I fórurn sínum meira en 25.000 hand- skrifaðar blaósíður af hugrökræðum við geimverur sem stóðu yfir í ntu ár, ásamt hljóðupptökum af vélarhljóðum geimskipa. Bæði FBI og Kodak hafa rannsakað hvort Meyers hafi dundað sér vió falsanir á sönnunargögnum en ávallt staóið á gati. Mjög heitur staður ennþá, þótt Myers hafi kvatt flest- ar geimverumar og flutt sig um set. Yorkshire á Englandi Árið 1979 sá enskur lögreglumaður geimskip í Jórvíkurskíri og gat hugsast á við það I rúman áratug. Á innan við tveimur sekúndum gat hann kallað skipin til sín og gerði það víst ósjaldan. Milli fimmtíu og sextiu breskir lög- reglumenn báru vitni um að hafa séð geimskipið yfir lögreglubílnum þegar þeir voru á ferð með þessum vini geimveranna. Afar vinsæll staður fyrir frek- ari geimtengsl. ÞLG út í heim? RÚNAR JUUUSSON rokkguá ELMA LISA GUNNARSDMTiR leikkona EGGERT MAGNÚSSON formaður KSÍ Ég er auðvitaö á stöðugum þvælingi starfs míns vegna og í sumar fer ég bæði tíl Kóreu og Japans á heimsmeistara- keppnina í fótbolta. Já, ég ætla að bregða mér til San Francísco og Dyflinnar. Báðar þessar borgir hafa heill- að míg frá fyrstu kynnum. Auk þess að sækja í nýjan innblást- ur og safna í viskubrunninn þarf ég að ná í nýja gítarinn minn til San Francisco. Það er of mikið í húfi til að senda hann einan heim. Þetta er þannig gripur. Já, trúlega fer ég til Prag og ég fer örugglega í þriðju heimsókn mína til Barcelona sem er ein dásamlegasta borg veraldar. Þar ætla ég að sleikja sólina, slappa af og njóta óendanleika þess menníngarkokkteils sem borgin hefur upp á að bjóða. fimm góðar nektarnýlendur Hvar í Króatíu Cap d’Agde í Frakklandi Wreck Beach í Vancouver B.C. í Kanada Oblelisk Beach í Sydney í Ástralíu Enski garðurinn í Miinchen í Þýskalandi 20 SKÝ Á króatfsku eyjunní Flvar í Adríahafínu hefur ntannkynið stríplast saman í meira en hundrað ár í óviðjafnanlegri náttúrufegurð. Flvar þykir paradís í víðustu merkingu orðsins. Stærstu nektarnýlendu lieims er að finna viö Miöjarðarhafið, í Suður-Frakklandi. Nýlendan var stofnuð fyrír háifri öld og á sumrin dvelja þar yfír 40.000 kviknaktír bukar við leik og störf. Jafnvel bensínafgreiðslumaðurinn og bakarinn eru f fæð- ingarfötunum þegar maður sækir sér morgunbrauðið eða fyllir á bílinn. Kanadamenn eru ekki eins teprulegir og stóri bróðir þeirra fyrir sunnan. Gullin brjóst og rasskinnar fá aó njóta sfn til hins ítrasta á hinni gríðarstóru Wreck-strönd við Vancouver þar sem þúsundír striplinga flykkjast á góðum sumardegi til að sýna sig og sjá aðra. Ástralir eru með duglegri mönnum að afklæðast í sumarhitanum og ákaflega frjálslegir í sambandi við nekt og nýju fötin keisarans. Oblelisk-ströndina finnurðu í innri höfninni f Sydney, ekki ýkja langt frá óperuhúsinu margslungna. [ miðrl milljónaborginni Mönchen lúrir Enski garðurinn. Þegar inn á grasgrænar og óendaniegar flatirnar er komið blasa við þúsundir Þjóðverja og annarra kropþa sem njóta sólarínnar rétt eins og Guð skapaöi þá. Ógleymanleg upplifun. ÞLG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.