Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 26

Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 26
ÞORSKUR AÐ GLEYPA HVAL Áætlunum ykkar um kaup á Arcadia var lýst í Sunday Telegraph á þá leið að það væri eins og þorskur að reyna að gleypa hval. Kaupin gengu ekki upp í fyrstu atrennu, en þú ert enn áhugasamur, ekki rétt? Vissulega. Arcadia er mjög skemmtilegt dæmi. Sam- starf okkar hófst þegar viö gerðum samning um aö opna búöir undir þeirra nöfnum á ís- landi og Norðurlöndunum. Áhugi okkar á að eignast hlut í félaginu vaknaði í kjölfarið á því að við þotnuðum ekki lengur í markaðs- verði þess en þá var Arcadia orðið ódýrara en Baugur. Við settum smárannsókn í gang og niðurstöður hennar urðu til þess að áhugi okkar vaknaði fyrir alvöru. Við keyptum fyrst þrjú prósent en hækkuðum okkur svo upp f þessi tuttugu prósent sem við eigum í dag. Arcadia er gríðarlega sterkt fyrirtæki og ef maður hefði vitað það sem maður veit í dag, eftir ítarlegri skoðun okkar á fyrirtæk- inu, þá hefði maður keypt það á staðnum á sínum tíma. Núverandi eign okkar er tölu- vert stór og eftir skoðun á því hvernig við gætum náð sem mestu út úr henni komumst vió að þeirri niðurstööu aö ein leið væri sú að yfirtaka fyrirtækið í heild sinni. í kjölfar afbragðsafkomu Arcadia á síöasta ári er félagió um það bil 15 prósent yfir því verði sem ykkar tilboð hljómaði upp á. Það gerir litla 40 milljarða hækkun. Er ekki blóðugt að hafa misst af tækifærinu að yfir- taka félagið fyrr á þessu ári? Okkur var Ijóst að Arcadia er sterkt félag, sem hefur síðan komið á daginn. Þetta eflir hins veg- ar trú t.d. fjármálastofnana á félagið, sem hjálpar til framtíðar. Ég lærði það fljótt að maður verður að sætta sig við að í viðskipt- um gengur ekki allt upp, aðalmálið er að vera snöggur að hugsa næstu leiki og læra af því sem ekki gekk upp. Ekkert hræddur um að þetta veröi ykkur ofviða? Nei, við þekkjum stjórnunina á fyrir- tækinu mjög vel. Það hafa tekist mjög góð tengsl á milli manna og þarna er fólk sem er tilbúið að vinna með okkur. En vissulega vorum ekki teknir mjög alvarlega af bresk- um bönkum til að byrja með, enda er þetta á vissan hátt eins og ef einhver frá Græn- landi labbaði inn í Landsbankann og vildi fá lán til þess að kaupa Baug. Nema hvað það er sjálfsagt enn þá ævintýralegra að íslenskt fyrirtæki vilji kaupa næststærsta verslunar- fyrirtæki Bretlands. Bankarnir gerðu mjög miklar kröfur um áreiðanleikakannanir og fleira og í raun strandaði dæmið í vetur ekki á erlendu bönkunum, Deutsche Bank og Royal Bank of Scotland, heldur í bankakerf- inu hérna heima. Hins vegar er Ijóst að kaup Baugs á Arcadia hefðu haft góð áhrif á íslenskt efnhagslíf þar sem Baugur hefði haft meiri getu til framtíðar að greiða ríku- legan arð til hluthafa í félaginu, sem er að 87 prósentum í eigu íslenskra hluthafa. En hvernig sem þetta fer allt saman, þá höfum viö rætt það hér innanhús að þetta ferli hefur verið feikilega góður skóli. Og þótt ekkert komi út úr málinu þá er þessum kostnaði, sem kauptilboðið hefur haft í för meó sér, býsna vel varið því við erum búin að læra mikið til framtíðar. Þú segir að málið hafi stoppað í íslenska bankakerfinu. Hvað gerðist? Pólitík. í samhengi við það, hvernig varð þér við þegar fréttist af áætlunum ríkisstjórnarinn- ar um ríkisábyrgð fyrir tuttugu milljarða láni til deCODE? Aftur pólitík. Ef maður rýnir í þaó sem þú hefur sagt um hugmyndir ykkar með Arcadia, þá er hægt að gera sér í hugarlund að þið hafið áhuga á að byggja nokkurs konar GAP eða Zara - keðju á heimsvísu í kringum Topshop og Miss Selfridge? Topshop og Miss Selfridge eru með mjög sterka stöðu í Englandi, sem er feikilega harður verslunarmarkaður, og nú eru til um áttatíu alþjóðlegar Topshop- búðir. Fókusinn hjá Arcadia hefur hins veg- ar ekki verið mikið á að vinna frekar úr þeim tækifærum, en við lítum allt öðrum augum á þau mál. Við sjáum bara hvað hef- ur verið að gerast hér og í Svíþjóð. Þessar búðir eru tiltölulega einfalt konsept að setja upp og það góða við þessa ungu tísku er að hún er mjög svipuð alls staðar. Það eru MTV og bíómyndir og tónlistarmynd- bönd poppstjarna sem skapa þessa tísku og það þarf lítið að aðlaga vöruval milli landa. Innan Arcadia er svo líka mjög sterk önnur merki, til dæmis Wallis, sem er með um áttatíu búðir í Þýskalandi, og gömul og gróin bresk merki á borð við Dorothy Perk- ins og Burton. Annars held ég að fáir hér- lendis átti sig á því hvað við erum að tala um gríðarlega öflugt félag. Arcadia er til dæmis stærra fyrirtæki en Zara og ekki mikið minna en Hennes og Moritz. MATUR OG TÍSKA Er ekki snúið að fylgjast með á svo ólíkum mörkuðum: frá matvöru til tísku? Við höfum skipt fókusnum upp. Baugur er byggður upp þannig að einstaka einingar innan fé- lagsins einbeita sér að ákveðnum málum. Það er aftur á móti Ijóst aó ef við yfirtökum fyrirtæki eins og Arcadia myndi Baugur gjörbreytast, en þær viðræður sem hafa verið um þau kaup eru ekkert að trufla stjórnun á öðrum rekstri okkar. Nú var ég fyrst og fremst að velta því fyrir mér hvernig það er fyrir þig sem forstjóra og frumkvöðul félagsins að vasast í svo ólíkum hlutum? Ég er auðvitað ekki einn í þessu. Ég er með toppmannskap í kringum mig. Fyrirtækinu er skipt þannig upp að þaó er framkvæmdastjóri matvörusviðs, sem virkar nánast eins og forstjóri yfir öllum matvörukeðjunum, það sama gildir um sér- vöruna, og aðstoðarforstjórinn hefur séð um bandarísku keðjuna. Við erum svo með öflugt þróunarsvið og þetta Arcadia mál hefur fyrst og fremst mætt á því, ásamt mér og stjórnanda sérvörusviðsins. Vöxtur Baugs byggist auðvitað fyrst og fremst á því að vera með hæft fóik í vinnu. Lítur þú á það sem þinn styrk sem stjórn- anda að velja góða áhöfn í kringum þig? Mér hefur að minnsta kosti gengið þokka- lega að finna gott fólk. Annars er ég með mjög einfalda reglu í þeim málum, ég treysti fólki og gef því svigrúm til þess að gera hlutina. Ég er ekki að skipta mér af öllu, eins og ég held að tíðkist víóa, sér- staklega hjá þeim sem setja á stofn fyrir- tæki. Ég hef sloppið vió það sem er kallað „founder’s trap”, sem þýðir að stofnandi kemur fyrirtæki aðeins í ákveðna stærð því það hættir að vaxa ef hann vill vera sjálfur með puttana í öllu. Hjá Baugi höfum við reynt að haga hlutunum þannig að hvert vörumerki er rekið eins og sjálfstætt fýrir- tæki með sína stjórn yfir sér. Það auðveld- ar mjög stjórnunina. Ég þarf til dæmis ekki aó hafa áhyggjur af því hvort það séu til gúrkur í Hagkaupi eða tómatar í Bónus en hins vegar tek ég þátt í stjórnarfundum hverrar einingar einu sinni í mánuði þar sem farið er yfir stöðu mála. Fylgistu vel með verslununum, ferðu til dæmis reglulega hring í Bónus og Hagkaup? Já, já, þaö er eina leiðin til að fylgjast með rekstrinum. Þú hlýtur að búa vel að því að hafa raðað i hillur og unnið sjálfur á gólfinu? Það er ómetanlegt. Það lýgur enginn að manni hvernig hlutirnir eru. Við rifjum það stund- um upp að við erum fjórir yfirmenn hérna hjá Baugi sem vorum að raða glerjum í Austurveri þegar við vorum tíu ára guttar. Það er mikill styrkur að hafa þaö bakland að hafa tekið á öllum hliðum verslunar. Afkoma Baugs á síðasta ári á heimamark- aði var að ykkar mati óviðunandi, sérstak- lega á matvörusviðinu, en þó hefur Baugur einmitt verið vændur um óeðlilega hækkun matvöruverðs.Menn hafa ekki viljað skoða staðreyndir málsins heldur bara sagt: Mat- vara er tuttugu prósent dýrari hér en til 24 SKÝ JÓN ÁSGEIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.