Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 31

Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 31
má kannski segja um Jón að hann hugsar ekki svo mikið um að haga málum sínum á þann hátt að menn vilji skipta við hann aft- ur. Hann er óneitanlega mjög athyglisverð týpa. En Orca-hópurinn gekk ágætlega í byrjun. Þetta var á vissan hátt dálítið hug- sjónastarf sem var verið að vinna í upphafi. Auðvitað voru kaupin góð en við sáum líka að ef FBA hefði lent í hinum bláa armi at- hafnalífsins, hefði verið mjög auövelt að loka á fjármagn til okkar frjálsu aðilanna. Þá hefðu ríkjandi blokkir getað stýrt að- gangi að fjármagni til þeirra sem vildu kom- ast áfram í viðskiptalífinu. Okkurfannst því mjög mikilvægt að koma að bankanum. FBA var líka mjög góð viðbót á fjármála- markaðinn og þar var unnið fínt starf til að byrja með. Hver átti frumkvæðið að því að kalla ykkur saman sem stóðu að Orca-hópnum? Þaö eina sem þið áttuð sameiginlegt á þeim tíma var ef til vill að þið voruð ekki í liði með neinum ákveðnum. Ég held að það hafi einmitt verið ástasðan fýrir því að við kom- um saman að FBA. Ef ég man rétt var það ég sem hringdi í Jón, sem ég vissi að var nýbúinn að selja Skífuna til Norðurljósa og átti handbært fé, og málin þróuðust svo á þann hátt að við fengum Þorstein Má til liðs við okkur og Eyjólfur Sveinsson kom síðastur inn. ÓVILD FORSÆTISRÁÐHERRA Það varð fyrst opinbert í tengsium við kaup Orca-hópsins í FBA að lykilmönnum innan Sjálfstæðisflokksins er ekki beinlínis hlýtt til Baugsmanna. Upp frá því máli má segja að þið hafið reglulega fengið sendar piliur úr stjórnarráðinu. Þróunin hefur verið sú undanfarin ár að ráðandi öfl í stjórnmálalífi landsins hafa sífellt verið að grípa meira og meira inn í það sem er að gerast í atvinnu- lífinu. Mér sýnist ástæðan helst vera sú að þegar menn hafa verið tíu ár við stjórnvöl- inn eru þeir farnir að ráða því sem þeir vilja innan stjórnsýslunnar og vilja því seilast til valda í atvinnulífinu líka. Það er ekki tilvilj- un að forseti Bandaríkjanna getur aðeins setið í átta ár. Skotin hafa að vísu dunið á Baugi frá hægri og vinstri. Davíð Oddssyni virðist svo sann- arlega ekki vera hlýtt til ykkar og Össur Skarphéðinsson hefur sett það fram svart á hvítu hvaða hug hann ber til Baugs. Sem sagt, formaður flokksins sem stjórnar ís- landi og formaður stærsta stjórnarand- stöðuflokksins. Er þetta ekki erfitt fyrir ykkur? Jú, auðvitað var bréfið frá Össuri með ólíkindum að vissu leyti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að flokkar vinstra megin við miðju hafi horn í síðunni á sterku kapitalísku fyrirtæki. En óblíðar viðtökur forsætisráðherra og sá háttur hans að láta sig rök engu varða þegar hann er búinn að bíta eitthvað í sig, er hins vegar eitthvað sem ég skil ekki. Reyndar er ég viss um að ef Baugur hefði þróast nákvæmlega á þann hátt sem félagið hefur gert, nema fyrrver- andi eigendur Hagkaups hefðu verið við stýrið, hefði forsætisráðherra ekki sagt múkk. Afstaða hans í okkar garð er á per- sónulegum nótum. Við höfum aldrei farið með okkar áætlanir og borið þær undir Davíð eða undir Morgunblaðið. Það er mér mjög minn- isstætt þegar Hagkaup keypti í Bónus árió 1992. var tekið fram við mig að það væri búið að bera málið undir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins. Það var sem sagt búið aö upplýsa Moggann og fá blessun hans. Þegar Bónushelmingurinn keypti Hag- kaupsfjölskylduna út úr Baugi 1998 skilst mér að hafi verið orðið fremur stirt á milli ykkar og Hagkaupsbræðranna. Það var engin sérstök sátt þar á milli. Okkurgreindi á um aðferðafræði fyrirtækisins til framtíð- ar, stjórnendur þess og fleira. En það var ekki úr okkar átt sem þessi óvild stafaði. Hagkaupsfjölskyldan gerði aftur á móti mjög góð viðskipti þegar hún seldi okkur sinn hlut. Maður heyrði úr fjármálalífinu að þiö væruð brjálaðir að kaupa á þessu verði og mynduð fara rakleiðis á hausinn innan örfárra ára. Já, við getum að minnsta kosti sagt að ég myndi aldrei gera svona díl í dag. Við sáum auðvitað ákveðin tækifæri í því að það var hægt að stjórna Hagkaup betur, sem kom líka á daginn. Afkoman hefur stórbatnað eftir að við tókum við. En þaó þurfti ótrú- lega margt að ganga upp svo að þetta slyppi fyrir horn og við vorum svo lánsöm hjá Baugi aö það gekk eftir. Ef við skoðum verðmatið á Baugi í dag, þá er heimarekst- urinn ekki metinn á nálægt því sama verði og við keyptum Hagkaupsljölskylduna út á. Þá var sameinað félag Bónuss og Hag- kaups metið á um sjö milljarða. Baugur er í dag metinn á tuttugu og fimm milljarða Þar af eigum við hlutabréf í Arcadia, sem er auðvelt að leysa inn, fyrir rúma 20 millj- arða. Þetta þýðir að heimareksturinn hér, búðirnar í Svíþjóð, Færeyjum og Bandaríkj- unum, er metinn á fimm milljarða! Núna er auðvitað töluvert öðruvísi umhorfs á mark- aðinum varðandi verðmat fyrirtækja en 1998, þegar bólan var að fara af stað, en ég er þó sannfærður um að Baugur eigi nokkuð mikið inni. Það veltur þó mikið á því að hlutabréf í Arcadia haldi sínu striki. Þeir Hagkaupsbræður, Sigurður Gísli og Jón Pálmasynir, hafa lengi verið góðir og gegn- ir Sjálfstæðismenn og meðal annars átt sæti í fjármálaráði flokksins. Heldurðu að megi að einhverju leyti skýra kuldann úr stjórnarráðinu með því að þú lentir upp á kant við þá? Ekki þeir persónulega, kannski menn sem störfuðu nærri þeim. Jóni fannst aldrei mikið varið í pólitíkina. SAMHERJAR OG ÓVINIR Það fer af þér það orð að þú sért feikilega harður samningamaður, er það rétt? Ég vil meina að ég sé sanngjarn. Ég hef alltaf haft það að leiðarljósi að báðir hagnist á við- skiptunum, annars hafa menn ekki áhuga á að skipta við mann aftur. Það er ekki flókn- ara en það. Og hefur það gengið eftir, aö menn vilji skipta við þig aftur? Já, þeir eru ekki margir sem hafa ekki komið aftur. Hverjir eru þínir helstu samherjar og ráðgjafar? Það er fyrst og fremst fjölskyld- an, pabbi og systir mín, og fólkið innan Baugs. Við höfum gert mikið af hlutum með Kaupþingi, en þar eru ákaflega fært fólk. Ég held að það sé hægt að þakka það Kaup- þingi að mjög mörg af þessum útrásarverk- efnum Islendinga hafa orðið að veruleika. Til dæmis Össur, Pharmaco, Bakkavör og verkefni okkar í Baugi. Þetta eru allt mál sem Kaupþing hefur bakkað upp. Á þeim bæ eru það viðskiptasjónarmið og ekkert annað sem ráða ákvörðunum. Siguröur Ein- arsson og hans fólk hafa gert kraftaverk fyrir íslenskt viðskiptalíf. Hreinn Loftsson er stjórnarformaður Baugs, en um leið einn af nánustu ráðgjöfum Dav- íðs. í kjölfar gagnrýni forsætisráðherra á Baug sagði Hreinn af sér formennsku í einkavæöinganefnd. Rædduð þið Hreinn af- sögnina áður en að henni kom? Nei, Hreinn er þess konar maður að hann tekur sjálfur sínar ákvarðanir. Hann er prinsippmaður en ég fann á honum að honum líkuðu illa órök- studd skot á Baug. Það var aldrei pressa af minni hálfu að hann þyrfti að velja á milli Baugs og einhvers annars. Ef einhver slík pressa hefur verið fyrir hendi hefur hún komið annars staðar frá. Áttu einhvers staðar skrá með nöfnum manna sem hafa gert á hlut þinn? Nei, nei, ég er ekki mjög langrækinn. Ég var hins vegar svikinn illilega í TM-málinu og það situr í manni. Sérstaklega vegna þess að þar áttu í hlut menn sem ég hafði treyst og handsalað ákveðna hluti við. JÓN ÁSGEIR SKÝ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.