Ský - 01.06.2002, Side 35

Ský - 01.06.2002, Side 35
A llar myndir eru sviðsettar. Ljósmyndir: BÖRKUR SIGÞÓRSSON I Jesú nafni Síðhærði smiðurinn frá ísrael er undirstaða menningar okkar og mannlífs. Orð hans og Föður hans eru vernduð með lögum ríkisstjórna um allan heim en systkin Frelsarans túlka þau ýmist sem léttvægar lífsreglur eða ófrávíkjanleg og ströng boðorð. Á íslandi fer þeim fjölgandi sem segja skilið við Þjóðkirkjuna vegna þrár eftir beittari aga og refsivendi Guðs. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir fletti Biblíunni og ræddi við Drottins þjóna. Þótt virðing fyrir trúarskoðunum náungans hafi vaxið hin síðari ár finnst mörgum, sem sækja jólamessur og jarðarfarir þjóð- kirkjunnar, fólk sem stundar sértrúarsöfnuði skrýtnir og oft var- hugaverðir ofstækismenn. Víst er að þúsundir sértrúarmanna lifa strangara og agaðra lífi en þorri landsmanna. Hjá þeim leggur Biblí- an hinar ófrávíkjanlegu línur sem helst má ekki breyta út af. For- vígismenn sértrúarsafnaðanna eru á einu máli um að Biblían hafi ekki á nokkurn hátt úreist frá því að hún var skrifuð um árið. Bisk- upsstofa er á öðru máli. „Sem lögbók hefur hún úrelst fyrir löngu," segir Sigurður Árni Þórðarson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu. „í Biblíunni er ekkert að finna um tölvur, bíla né samskipti við múslima, svo dæmi sé tekið. Því er hún úr sér gengin í þeim heimi sem við nú lifum í. Félagslegar reglur sem giltu í hinu forna þjóðfé- lagi gilda ekki í dag, enda erum við ekki að reyna að endurreisa hið forna þjóðfélag. Það er engin þörf fyrir reglur af því tagi í dag. En sem lífsbók hefur Biblían ekkert úrelst og er í fullu gildi. Lífsvið- miðin, að Guð elskar fólk og að allir eru kallaðir til að bera um- hyggju fyrir náunganum, eru eilíf og grunnviðmið Biblíunnar. Jesús var mjög nákvæmur í þeim málaflokki, sinnti mjög ytri þjóðfélags- hópum og lagði áherslu á að elska alla.” Það er einmitt það sem kristnu trúfélögin gera ekki. I Biblíunni segir að samkynhneigðum skuli útskúfað. Að vísu mega hommar og lesbíur sækja samkomur hjá til dæmis Krossinum, Vottum Jehóva, Aðventistum og Mormónakirkjunni, en ekki verða hluti af samféiaginu nema þeir afneiti eðli sínu. Eina afhommun takk „í Korintubréfinu kemur skýrt fram að kynvillingar ganga ekki inn í ríki Guðs,” segir Svanberg K. Jakobsson, kynningarfulltrúi hjá Vottum Jehóva. „Hins vegar segir líka að hægt sé að afhomma menn og breyta til betri vegar. Það var hægt í fortíð og er hægt í nútíð líka. Biblían er handbók Guðs til mannanna, hún gerir þess- ar kröfur og við höfum ekki leyfi til að breyta henni eða taka út það sem okkur finnst þægilegt eða óþægilegt.” Ólafur Einarsson, umdæmisforseti Kirkju Jesú Krists hinna Síð- ari daga heilögu (Mormónakirkjunar), tekur undir það að hægt sé að hjálpa fólki frá kynvillu í gegnum trúna en er jafnframt sann- færður um að það sé erfitt. „Við erum ekki á móti samkynhneigð- um, heldur erum við á móti samkynhneigðinni sjálfri. Kirkjan tekur þannig á því að samkynhneigðir verða að hafa snúið frá kynvillunni áður en þeir geta tekið skírn inn í söfnuðinn.” Til stuðningi máls síns vísar Ólafur í Mormónsbók þar sem skýrt kemur fram að samkynhneigðir hafi ekki undanþágur þegar kemur að því að halda boðorð Guðs. „Drottinn bauð mannkyninu að marg- faldast og uppfylla jörðina í hjónabandi, en geta samkynhneigðir það? Nei. Þar af leiðandi hlýtur að vera leið til að ná tökum á sam- kynhneigðinni og snúa henni við.” Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna 78, segir ekki skýrt og skorinort talað gegn samkynhneigð í Biblíunni og reyndar séu þúsundir samkynhneigðra presta í heiminum. Hann segir marga samkynhneigða á íslandi vera virka safnaðarstarfsmenn innan Þjóðkirkjunnar og Kaþólsku kirkjunnar, í kórum, unglinga- starfi og líknarstarfi. Margir séu og í farsælum samböndum sem kirkjurnar skipti sér ekki af. Hins vegar hafi Fríkirkjan í Reykjavtk verið iðin við að hlúa að samkynhneigðum og bjóða þeim á sam- komur. Af þeim sökum hafi margir fundið trúarþörf sinni farveg þar. „Margir vina minna þjást af sektarkennd vegna samkynhneigðar sinnar. Því eru þeir auðveld bráð fyrir boðskap ofsatrúarmanna og ganga því miður stundum í þessa söfnuði sem fordæma samkyn- hneigð. Á hverju ári frétti ég af fólki sem gengið hefur í þessi trú- félög og þjáðari einstaklinga þekki ég ekki. Og ekki líknar söfnuð- urinn því, svo mikið er víst. Margir eiga fjölskyldurætur og jafnvel fæðast inn í söfnuðina. Þeirra bíður harðneskjulegt hlutskipti því krafan er að velja á milli fjölskyldunnar í söfnuðinum eða lífsins með samkynhneigðum. Velji menn ástina eru þeir útskúfaóir úr söfnuðinum og sinni eigin fjölskyldu. Þaó er nöturlegt hlutskipti.” Þorvaldur minnist 19 ára meðlims úr Veginum sem varð ástfang- inn af öðrum manni og uppskar höfnun safnaðarins og fjölskyldunnar. „Það er ólýsanlega erfitt fyrir óharðnaðan ungling að lenda í siíku og sýnir að ekki er hægt að lækna eöa „afhomma” menn. Lækning á samkynhneigð er algjörlega úr lausu lofti gripin. Fyrir skemmstu var flett ofan af slíkri lækningamiðstöð í Bandaríkjunum með til- heyrandi múgsefjun, hindurvitnum og fjárplógsstarfsemi. Helsta áróðursandlit félagsins var John Pough sem „afhommaðist” en var svo gripinn á hommabar í Washington og vitaskuld útskúfaður úr sínu samfélagi um leið.” Gunnar Þorsteinsson í Krossinum segir Biblíuna hafa mjög tæpitungulausa skoðun á kynvillu og að hann hafi ekki leyfi fyrir annarri skoðun en þeirri sem þar stendur. „Við hjálpum þeim sem eiga í þessum sálarvanda að losna svo þeir geti lifað í sátt við sjálf- an sig, Guð og menn. í Krossinum eru fyrrverandi hommar sem í dag eru í farsælum og góðum hjónaböndum. Við brennimerkjum ekki samkynhneigða, en viljum hjálpa þeim og gerum það best með því að segja þeim sannleikann.” í JESÚ NAFNI SKÝ 33

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.