Ský - 01.06.2002, Qupperneq 39

Ský - 01.06.2002, Qupperneq 39
eða tryggt heilbrigði sjúks barns ber honum að gefa blóö sam- kvæmt þessu. Ákæði laganna eru skýr.” í tilvikinu sem um ræðir varð það þarninu til blessunar að ekki þurfti að grípa til blóðgjafar. Hins vegar voru aðstæóur það tæpar að læknar gjörgæsludeildar vildu tryggja sig fyrir hugsanlegu atviki á borð við þetta í framtíöinni. Guð kraftaverkanna Þeim sem vanir eru virðulegum og friðsælum messum Þjóðkirkj- unnar bregður í brún þegar þeir fara á samkomur annarra trúfélaga. I flestum söfnuðum eru samkomurnar dýnamískar, fólk grætur, kallar og kastar sér í gólfiö þegar heilagur andi talar í gegnum leið- togann. Einnig er athyglisvert hversu algeng kraftaverk eru í kristnum sértrúarsöfnuðum. „Já, kraftaverk gerast svo sannarlega á okkar samkomum,” staðfestir Gunnar í Krossinum. „Þau stærstu eiga sér stað þegar líf einstaklinga sem lifað hafa í svartholi og á geðlyfjum árum saman snýst gjörsamlega við á einu augnabliki, en slík kraftaverk gerast eins og á færibandi. Einnig líkamlegar lækn- ingar. Við sjáum óbyrjur eignast börn, krabbamein á lokastigi hverfa og menn kasta frá sér hækjum. Ég get sjálfur beðið um kraftaverk og hef séð Guð gera dásamleg kraftaverk á mínum sam- komum, enda sjálfsagður og eðlilegur hlutur, og fylgifiskur þess að trúa á Guð að sjá og biðja um kraftaverk.” Gunnar hefur aöstoðað við komu kraftaverkamanna á borð við Benny Hinn til íslands og segist trúa því að þeir sem þjóði þessa þjónustu séu einlægir. Hins vegar verði menn að trúa á mátt lausn- arans til þess að kraftaverk gerist. „Prestar Þjóðkirkjunnar stíga ekki fram í þessari þjónustu og því sjá menn ekki kraftaverk ger- ast í hefðþundnum messum í t.d. Hallgríms- eða Laugarneskirkju. Ég er sannfærður um að ef prestarnir leituöu til Guðs með þessum hætti myndu kraftaverkin ekki láta á sér standa. Það eina sem þarf er að lesa fyrir hinn sjúka úr Jesaja þar sem Guð segist vera Guð kraftaverkanna og að við séum læknuð fyrir hans benjar og beðið fyrir honum eins og ég og Benny Hinn gerum. Niðurstaðan væri sú sama. Dauðvona sjúklingur á sér svo sannarlega lífsvon og getur læknast. Það er ekkert bull, svo sannarlega ekki. En það eru margir sem vilja henda Heilögum anda út þegar Guð fer aó starfa eins og hann vill starfa því þá gengur mikið á, menn missa oft stjórn á sér og sumum finnst það ekki nógu pent.” Svanberg hjá Vottum Jehóva segir af og frá að kraftaverk til- heyri samtímanum og að kraftaverkalækningar gerist aldrei hjá hans söfnuði, enda engar ábendingar í Biblíunni um að boðið sé upp á slíkt. Því noti Vottarnir heilbrigðisþjónustuna til að leita sér lækninga. „Kraftaverk tilheyrðu söfnuðinum þegar hann var ungur. Gyðingar höfðu verið Guðs útvalda þjóð í fimmtán aldir, en þá höfn- uðu þeir syni Guðs og var fyrir vikið sjálfum hafnað. Þó fylgdi lítill hópur Jesú Kristi og Guð flutti velþóknun sína frá ísrael til þessa nýstofnaöa safnaðar. En hvernig átti hann að sýna umheiminum fram á þennan flutning? Jú, kraftaverkin voru þetta tákn og þau þurfti á þeim tíma. En síðar áttu þau að líða undir lok.” Sigurður Árni hjá Biskuþsstofu segir kraftaverk vissulega eiga sér stað meðal sóknarþarna Þjóðkirkjunnar. „Allar lífsins gjafir eru kraftarverk, en ef við hugsum um sértæk kraftaverk þá er sam- hengi þeirra frekar í heimahúsum þar sem fyrirbænir og líknandi handaryfirlagning er stunduð. Það fer hins vegar ekki hátt. Prest- ar og fyrirbænafólk hreykir sér ekki eða ber bumbur yfir kraftaverk- um Guðs. Það eru ýmis dæmi um dauðvona fólk sem fær bata, en ekki er reynt að skýra hvað það þýðir læknisfræóilega. Vísindin eru ekki óttaefni fyrir nútímatrúmenn heldur hluti af Guðs góðu sköp- un og því hluti af lífsins kraftaverki.” Huganum stýrt Þegar menn taka ákvörðun um að segja skilið við Þjóðkirkjuna og skrá sig í annaö trúfélag er það oft útgeislun leiðtogans sem skipt- ir sköpum. Leiðtogi með mikla persónutöfra getur hrifið fólk með sér og stjórnað eins og leikbrúðum ef vill. Fólk er þá sett undir regiupakka sem á lítið skylt við orð Guðs. Hinir mannlegu leiótog- ar koma í stað Drottins og menn eru fjötraðir á alla lund, stýrt, stjórnað og allar ákvarðanatökur eru látnar í hendur annarra. Sagt er að þetta mannlega vaid sé rödd Guðs, en þegar menn hafa af- salað sér ákvöröunarvaldinu eru þeir komnir í fangelsi sem erfitt er að komast út úr aftur. Reglulega skjóta upp kollinum slíkir sjálf- skipaðir spámenn hér á landi, en viðmælendur Skýja voru flestir á því að íslendingar væru í heildina ekki ginnkeyptir fyrir slíku oki þar sem leiðtoginn gæti, í nafni og vilja Guðs, dregið sér fé eða flekaö kvenþjóð safnaðarins f Jesú nafni. „En leiðtoginn þarf að vera Guð," segir Gunnar, leiðtogi Krossins. „Hann þarf að hafa allt til að bera. Það eru kröfurnar. Það er gríðarlega krefjandi og erfitt, en líka mjög gefandi og skemmtilegt. Það gefur mest að sjá hversu mikil áhrif maður getur haft á marga til hins betra.” Til að breyta hugsunarhætti og lífsvenjum fólks, á borð við það sem Biblían segir og trúfélögin fara eftir, þarf markvissan heila- þvott. Að sögn þeirra sem til þekkja eru einstaklingar sem farið hafa út af beinu brautinni gjarnan meðal þeirra sem leita í sértrú- arsöfnuði og þær brotnu sálir bæði auðmótanlegar og kjörinn efni- viður fyrir heilaþvott. Sumir trúarhópar lesa ákveðnar kenningar og þjálfa sitt fólk í að lifa eftir þeim, sem svo getur valdið óvenjuleg- um lífsmáta. Óvenjulegur lífsmáti getur valdið ugg. Drengirnir sem flugu á World Trade Center í New York fóru smátt og smátt að breyta trúarskoðunum sínum og umgangast trúarhópa sem aðhyllt- FJOLDI SÓKNARBARNA OG SÓKNARGJOLD I HELSTU TRUFELOGUM LANDSINS -iruTeiog rJOl.fll -SO Knaroarna 249.256 Mimargjoia (Kr.j 1.699.946.759- 5.520 37.491.840- 4.803 39.691.976- 1 630 11 070.960- 796 4 930.999- 796 4.994.900- 638 4.333.996- 668 3.857.856- 609 3.409.584- 446 3.099.440- -Kirkja lesú Krists h Ríðari daga heilngn 1 08 1.344.816- TÍUND Biblían boðar að safnaðarmeðlimir greiði svokallaöa tíund til trúfélaga sinna, en það eru tíu prósent af mánaðarlaunum viðkomandi. Miðað við framtöl einstaklinga, sextán ára og eldri, árið 2001, voru meðalárstekjur kr. 1.884.000. Gefi safnaðar- meðlimur 10 prósent til trúfélags síns á ári jafngildir þaö um 188.400 króna framlagi. Ef meölimir trúfélags (sextán ára og eldri) eru tíu geta framlög þeirra numið 1.884.000 krónum á ári. Ef meölimir trúfélags (sextán ára og eldri) eru hundrað geta framlög þeirra numið 18,8 milljónum krónum á ári. Ef meölimir trúfélags (sextán ára og eldri) eru þúsund talsins geta framlög þeirra numið 188 milljónum króna á ári. Til fróðleiks yrðu framlög Þjóðkirkjunnar 42 milljarðar ef safnaðarbörn hennar greiddu tíund. Því má við bceta að útsvar til sveitarfélaga í landinu og tekju- skattur til ríkisins eru um 38 milljarðar hvort um sig! í JESÚ NAFNI SKÝ 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.