Ský - 01.06.2002, Síða 43

Ský - 01.06.2002, Síða 43
Boðberi nútímans Hann var nokkurn veginn jafngamall tuttugustu öldinni og hefði orðið hundrað ára á þessu ári, hefði hann lifað, fæddur árið 1902 og lést árið 1998. Hann hafði það af að ná að verða nokkurn veginn allt í hugmyndalegum og fagurfræðilegum efnum sem þessi undursamlega öld gat boðið mönnum upp á að verða - nema kannski hippi og að sjálfsögðu aldrei fasisti. Guðmundur Andri Thorsson minnist hér Halldórs Laxness. Halldór Kiljan Laxness var eini maöurinn sem fékk að reykja í íslensku sjónvarpi. Löngu eftir að það þótti með öllu óviður- kvæmilegt að tóbak væri brúkað frammi fyr- ir alþjóð í sjónvarpi þá mætti hann í viðtöl með digran vindil sem hann púaði með innlif- un og sveiflu og blés svo þykku reykskýi framan í æ ráðvilltari spyrla sem komnir voru til að leita svara hjá véfréttinni á Gljúfra- steini. Sú tilhugsun að biðja Nóbelsskáldið um að reykja ekki virtist með öllu óbærileg. „Nóbelsskáldið": einstæði hans var algjört og áréttað með ákveðnum greini. Og áður en lauk naut hann almennrar virðingar, að vísu ekki sem landsfaðir því hann var ekki föður- legur, heldur fyrir að vera nokkurs konar yf- irsjálf þjóðarinnar holdi klætt, — sá staður þjóðarsálarinnar sem geymdi og lét í Ijós siðaboð, reglur, menningu og bælingu. En fólk bar ekki bara fyrir honum óttablandna virðingu: hann naut ástar. Af tilsvörum hans

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.