Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 43

Ský - 01.06.2002, Blaðsíða 43
Boðberi nútímans Hann var nokkurn veginn jafngamall tuttugustu öldinni og hefði orðið hundrað ára á þessu ári, hefði hann lifað, fæddur árið 1902 og lést árið 1998. Hann hafði það af að ná að verða nokkurn veginn allt í hugmyndalegum og fagurfræðilegum efnum sem þessi undursamlega öld gat boðið mönnum upp á að verða - nema kannski hippi og að sjálfsögðu aldrei fasisti. Guðmundur Andri Thorsson minnist hér Halldórs Laxness. Halldór Kiljan Laxness var eini maöurinn sem fékk að reykja í íslensku sjónvarpi. Löngu eftir að það þótti með öllu óviður- kvæmilegt að tóbak væri brúkað frammi fyr- ir alþjóð í sjónvarpi þá mætti hann í viðtöl með digran vindil sem hann púaði með innlif- un og sveiflu og blés svo þykku reykskýi framan í æ ráðvilltari spyrla sem komnir voru til að leita svara hjá véfréttinni á Gljúfra- steini. Sú tilhugsun að biðja Nóbelsskáldið um að reykja ekki virtist með öllu óbærileg. „Nóbelsskáldið": einstæði hans var algjört og áréttað með ákveðnum greini. Og áður en lauk naut hann almennrar virðingar, að vísu ekki sem landsfaðir því hann var ekki föður- legur, heldur fyrir að vera nokkurs konar yf- irsjálf þjóðarinnar holdi klætt, — sá staður þjóðarsálarinnar sem geymdi og lét í Ijós siðaboð, reglur, menningu og bælingu. En fólk bar ekki bara fyrir honum óttablandna virðingu: hann naut ástar. Af tilsvörum hans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.