Ský - 01.06.2002, Síða 57
„Þeir sem fyrirfara sér fara hvorki upp né niður,
heldur beint inn á gráa svæðið. Lífsklukkan gengur
nefnilega áfram þangað til rétti tíminn kemur.
Prestarvita um þetta svæði en tala aldrei um það.
inn fyrir dyrnar og bauð henni að velja milli sín og svartagaldursins.
„Auðvitað valdi ég hann. En löngunin til að byrja aftur hefur komið
yfir mig, sérstaklega þegar ég hugsa um fortíðina. Ég reyni að lifa
í núinu og forðast að hugsa til baka, en því miður tekst það ekki
alltaf og þá kemur freistingin.”
Þótt nornin Sirrý hafi verið fær um hræðilega hluti og verið
hættulega voldug segist hún tæplega hafa verið fremst meðal jafn-
ingja hér á íslandi.
„Ég get ekki sagt til um það og þekki það ekki því ég var alltaf
ein. Ég hef heyrt um marga sem voru miklu öflugri en ég var
nokkurn tímann. Nornir eru leigumorðingjar nútímans og margir í
því að senda krabbamein í fólk eða drepa með öðrum hætti.“
Að fremja öflugan seið er flókin athöfn og til þess fór Sirrý gjarn-
an út í náttúruna.
„Ég stundaði hann oftast í Kapelluhrauninu, Heiðmörk og Elliða-
árdalnum en einnig fór ég einu sinni í Öskjuhlíðina ásamt tveimur
aðstoðarmönnum þegar sérstaklega mikið lá vió.”
Sirrý segir engan hægðarleik að hætta í kukli því hinir sem
stunda svartagaldur séu ekki tilbúnir að sleppa takinu.
„Ég varð að biðja um hjálp. Heilu bænahringirnir, vinir mínir,
Krossinn og fleiri trúfélög báðu fyrir mér. Og mér barst hjálp úr
ólíklegustu áttum og hefði aldrei komist út úr þessu á eigin spýtur.
Allt það svarta, hvort sem það er Satan eða vúdú-andarnir, sleppa
helst aldrei tökunum."
Eins og áður segir stundar Sirrý nú hvítagaldur og ræktar sam-
bandið við Jesú Krist. í því samhengi talar hún um hversu hryggi-
legt það sé að prestar þegi yfir því sem bíður þeirra sem taka
eigin líf.
„Þeir sem fyrirfara sér fara hvorki upp né niður, heldur beint inn
á gráa svæóið. Lífsklukkan gengur nefnilega áfram þangað til rétti
tíminn kemur. Prestar vita um þetta svæði en tala aldrei um það.
Þarna vex ekkert, er bara endalaus auðn og líkt því að ganga inn
í draugabæ. Ekkert nema veinandi sálir í þúsundatali. Þangað hef
ég átt erindi og farið í gegnum hlið sem er við gamla rétt í Kapellu-
hrauninu. Prestar blekkja fólk stöðugt. Þeir segja í jarðarförinni að
hinn látni sé kominn inn í Ijósió, en svo er sannarlega ekki. Af
hverju búa þeir til blekkingarvef þegar þeir eru vel upplýstir um
gráa svæðið? Svo virðist sem prestaskólinn kenni þeim að Ijúga.
Það væri hægt að koma í veg fyrir fullt af sjálfsvígum með því að
tala um þetta.”
Það er komið að kveðjustund. Úti er svört nótt með fullu tungli
en tíminn hefur liðið með dularfullum hraða innan um nornirnar og
fuglana. í farteskiðfæég tvo ástargaldra, einn viðráðanlegan, hinn
öllu flóknari. En legg æru mína að veði að segja aldrei lifandi manni
hvernig þeir seióir fara fram. Þeir verða þó örugglega fullreyndir
síðar.
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir er blaðamaður Skýja.
SKRATTANUM SKEMMT SKÝ 55