Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Blaðsíða 112
heildarorkunotkuninni árið 1970. Verður nú vikið nánar að einstökum
orkugjöfum og nýtingu þeirra á tímabilinu 1970 til 1977.
Raforkunotkunin jókst úr 1.460 GWh árið 1970 í 2.602 GWh árið 1977,
eða um 78%. Vaxandi raforkusala til álvinnslu og aukin almenn raf-
orkunotkun eiga nokkurn veginn jafnan þátt í þessum öra vexti raf-
orkunotkunar. Framan af jókst raforkunotkun til álvinnslu hægt, en
stökkbreyting varð árið 1973, þegar Álverksmiðjan í Straumsvík var
stækkuð og jókst þá raforkunotkun verksmiðjunnar um 50% milli ára.
Síðan hefur raforkunotkun til álvinnslu dregizt lítillega saman og
var um 46% af heildarraforkunotkuninni árið 1977. Önnur raforku-
notkun hefur vaxið mun jafnar frá ári til árs, eða á bilinu frá
5.5% til 11.4% á þessu tímabili. Einn þáttur raforkunotkunar sker
sig þó úr í þessu tilliti, en það er raforka til húshitunar, sem
hefur því sem næst tvöfaldast frá árinu 1973, er orkukreppan svo-
nefnda olli skyndilegri hækkun olíuverðs. Hlutdeild húshitunar í
heildarraforkunotkun landsmanna hefur aukizt úr 8% árið 1973 í 14%
árið 1977. Mest hefur húshitun með rafmagni aukizt á Austurlandi,
þar sem hún hefur þrefaldast, og er nú orðin álíka útbreidd þar og
á Norðurlandi, en þar fer tæplega helmingur allrar raforkunotkunar
til húshitunar. Á Vestfjörðum fara um 40% raforkunnar til húshitunar,
en á Suður- og Vesturlandi tæplega fjórði hluti, og er þá raforka til
stóriðju undanskilin.
Notkun jarðvarma hefur aukizt úr 1.757 GWh árið 1970 í 2.660 GWh
árið 1977, eða um 51%. Megin hluti jarðvarmans, eða um 85%, fer
til húshitunar, um 15% fara til iðnaðar og ylræktar. Jarðvarmi til
raforkuvinnslu er þá undanskilinn, þar sem raforkuvinnslan í jarð-
gufustöðinni í Námaskarði er talin með annarri raforkuvinnslu í
landinu. Árið 1977 fóru um 2.260 GWh af jarðvarma til húshitunar.
Á orkuveitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur, sem náði yfir Reykjavík,
Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð, nutu 98% íbúanna hitaveitu, en
hitaveitur náðu þá til 61% þjóðarinnar. Jarðvarmanotkun í iðnaði
var aðallega í KÍsiliðjunni í Námaskarði og hefur sú notkun lítið
aukizt á tímabilinu frá 1970 til 1976. Nákvæmar tölur um notkun
jarðvarma til ylræktar eru ekki tiltækar, en talið er, að hún hafi
aukizt um 30% á sama tímabili.