Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Blaðsíða 126
atvinnumála og ekki eru sérstaklega falin öðrum kjörnum stjórnar-
nefndum. Jafnframt skulu kosnir jafnmargir varamenn.
Borgarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna nefndarmanna, og skal
hann vera borgarfulltrúi eða varaborgarfulltrúi, Kjörtímabil
atvinnumálanefndar skal vera 1 ár. Skal nefndin kosin á fyrsta
fundi borgarstjórnar í júní ár hvert.
Borgarhagfræðingur skal vera framkvæmdastjóri atvinnumálanefndar
og sitja fundi hennar með málfrelsi og tillögurétti. Borgarverk-
fræðingur skal eiga þar seturétt með sama hætti.
Atvinnumálanefnd skal halda gerðabók og skulu fundargerðir hennar
lagðar fyrir borgarráð.
Tæknilegir ráðgjafar nefndarinnar skulu vera, auk borgarverkfræð-
ings og borgarhagfræðings, hafnarstjóri, rafmagnsstjóri og hita-
veitustjóri eða staðgenglar þeirra.
Stofnuð skal sérstök atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar hjá embætti
borgarhagfræðings til þess að vinna að verkefnum atvinnumálanefndar.
Deildin skal fyrst um sinn aðallega byggja starfsemi sína á þeim
starfsmönnum, sem þegar eru starfandi hjá borgarhagfræðingi.
Atvinnumálanefnd setur sér starfsreglur.
Ákvæði til bráðabirgða:
Kjörtími þeirrar atvinnumálanefndar, sem kosin er á fundi borgar-
stjórnar 18. janúar 1979, er til júní 1979."
Á fundi borgarstjórnar hinn 1. febrúar 1979 voru eftirtaldir menn
kjörnir í atvinnumálanefnd:
Guðmundur Þ Jónsson,
Þórunn Valdimarsdóttir,
Páll R. Magnússon,
Magnús L. Sveinsson og
Barði Friðriksson.
Varamenn voru kjörnir: Grétar Þorsteinsson,
Valtýr Guðmundsson,
Kjartan Stefánsson,
Hilmar Guðlaugsson og
Haukur Björnsson.
Nefndarmenn voru allir endurkjörnir til eins árs á fundi borgarstjórnar
hinn 7. júníl979. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Þ Jónsson.
Nefndin hefur haldið marga fundi um all-mörg mál, sem væntanlega
gefst tækifæri til að skýra frá síðar.
Að síðustu skal hér vakin athygli á "Skýrslu um Iðngarða", sem gefin
var út í september 1979. Að skýrslunni standa, auk Reykjavíkurborgar,
Félag íslenzkra iðnrekenda, Iðja og Landssamband iðnaðarmanna. Þar er
að finna margháttaðan fróðleik um það, hvernig staðið er að stofnun og
rekstri iðngarða í nálægum löndum. Jafnframt er gerð nokkur grein fyrir
opinberum aðgerðum í staðsetningarmálum atvinnureksturs hérlendis og
varpar sá kafli skýrslunnar ljósi á ýmsa þætti þeirrar byggðastefnu, sem
rekin er hérlendis.