Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Blaðsíða 204
STJÓRNKERFI REYKJAVÍKURBORGAR
I. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga.
Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga hefur verið mjög til umræðu
allt frá því að gildandi sveitarstjórnarlög voru sett árið 1961,
en þar segir m.a. um hlutverk sveitarfélaga:
"A. Skylt er sveitarfélagi að annast þau hlutverk, sem því
eru falin í lögum eða á annan löglegan hátt, svo sem:
a. fjárreiður og reikningshald sitt, þar á meðal
greiðslu lögboðinna framlaga til almannatrygginga,
atvinnuleysistrygginga, byggingarsjóðs verkamanna
o.s.frv.,
b. framfærslumál,
c. barnavernd,
d. vinnumiðlun,
e. fræðslumál,
f. skipulags- og byggingarmál,
g. hreinlætis- og heilbrigðismál,
h. eldvarnir og önnur brunamál,
i. lögreglumál,^^
j. forðagæzla og fjallskil,
k. refa- eða meindýraeyðingu.
B. Hlutverk sveitarfélaga er enn fremur það að vinna að
sameiginlegum velferðarmálum þegna sinna, svo sem:
a. að sjá um vegagerð, gatnagerð, holræsagerð, hafnar-
gerð, vatnsveituframkvæmdir, rafveituframkvæmdir,
hitaveituframkvæmdir, leikvallagerð, íþróttavalla-
gerð o.fl.
b. að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir
almennt atvinnuleysi eða bjargarskort, eftir því
sem fært er á hverjum tíma."
1)
RÍkið tók yfir alla löggæzlu, þegar sett voru ný lög um tekju-
stofna sveitarfélaga árið 1972. Jafnframt áttu sér þá stað
nokkrar breytingar á kostnaðarhlutdeild ríkis og sveitarfélaga
í tilteknum verkefniim.