Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1979, Blaðsíða 260
246
2. Hvers konar svæði í eigu ríkis eða sveitarfélaga, sem ætluð
eru til fegrunar eða í þágu almennings til umferðar eða dvalar
án endurgjalds.
3. Rafveitur, þ.á.m. línur til flutnings raforku ásamt burðarstólpum
og spennistöðvum. Meta skal eftir venjulegum reglum hús, sem
reist eru yfir aflstöðvar og spennistöðvar, og þær lóðir, er
þau standa á.
4. Vatnsveitur, þ.á.m. brunnar, geymar og dælubúnaður. Skólpveitur,
þ.á.m. skólpleiðslur og hreinsibrunnar.
5. Uppfyllingar og dýpkanir til hafnarbóta, ásamt bryggjum og hafnar-
görðum, ef höfn er eign hafnarsjóðs samkvæmt hafnalögum nr.
45/1973, eða ríkis eða sveitarfélags. Land á hafnarsvæði, sem
ekki er í beinum tengslum við hafnargerðina, er ekki undanþegið mati
né heldur dráttarbrautir, þurrkvíar eða önnur slík mannvirki,
þótt í eigu framangreinds aðila sé.
6. Flugbrautir flugvalla í eigu opinberra aðila, ásamt brautar1jósum
og öðrum búnaði flugbrauta, svo sem aðflugs- og lendingartækjum,
og ennfremur þau landsvæði umhverfis flugbrautir, sem eru ónýtan-
leg vegna flugumferðar.
7. Lönd, sem í samræmi við gildandi reglur hafa verið ákveðin
greftrunarstaðir manna, ásamt mannvirkjum sem eru í beinum
tengslum við það markmið.
8. Fjarskiptavirki í eigu opinberra aðila, en meta skal þó eftir
venjulegum reglum hús, sem reist eru yfir fjarskiptavirki, svo
og lóðir og lönd, sem fjarskiptavirki eða hús yfir þau standa á.
9. Mannvirki í afnotum eða forráðum varnarliðs Bandaríkja Norður-
Ameríku, svo og lóðir og lendur, sem því hefur verið lagt til
samkvæmt ákvæðum laga nr. 110/1951.
10. Vitar.
5. gr.
Taka skal til sjálfstæðs mats, ásamt tilheyrandi mannvirkjum, hverja
lóð og land, sem vegna sérgreinds eignar- eða afnotaréttar, hagnýtingar,
auðkenningar eða merkja, þykir eðlilegt að telja afmarkaða eind, sbr.
nánari reglur í 2.-10. mgr. þessarar greinar.
Hver jörð, sem hefur sérstök bæjarhús og afskipt tún og engi, skal
metin sér til verðs, hvort sem hún telst lögbýli eða eigi og hvort hún
er býli byggt úr landi annarrar jarðar eða eigi.
Eyðijarðir og óbyggðar lóðir og lendur skal meta sér til verðs, sbr.
ennfremur 6. og 7. mgr.
Meta skal sérstaklega ítök og önnur fasteignaréttindi, er ekki fylgja
neinni ákveðinni fasteign, svo sem vatnsréttindi, námuréttindi, veiði-
réttindi, beitarréttindi og jarðhitaréttindi, sem seld hafa verið undan
jörðum og hefðu verið metin með jörðum, ef aðskilnaður hefði ekki átt sér
stað. Því aðeins skal meta slík réttindi að þau verði talin arðgæf,
þegar mat fer fram.