Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Side 62
46
NOTKUN HAGNÝTRA JARÐEFNA
A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
INNGANGUR
Stærsti liftur í fjárfestingu hér á landi er húsbyggingar og er uppbygging á
höfuðborgarsvæöinu dýrasta mannvirkjagerð á landinu. Alla mannvirkjagerð
ber að vanda, svo sem frekast er kostur, ekki síst undirbúningsvinnu og
skipulag. Einn er sá J>áttur, sem oft hefur gleymst í skipulagi, en J>að er
jarðfræði- eða ,iarðtæknirannsókn á fyrirhuguðum byggingarsvæðiun. Kostnaður
slíkra rannsókna er mjög lítill í endanlegum byggingarkostnaði, en
upplýsingarnar sem fást hafa margfalt notagildi. Þær koma í veg fyrir
mistök í skipulagsmálum, t.d. að mannvirki rísi á gjám og sprungum og á
hættusvæðum vegna snjóflóða, hraunrennslis, skriðufalla eða sjávarflóða.
Einnig veitir jarðfræðiúttekt mikilvægar upplýsingar um jarðhita og
grunnvatn (neysluvatn). Síðast en ekki síst fást upplýsingar um hagnýt
.íarðefni, J>ykktir beirra og útbreiðslu. Hagnýt jarðefni eru mjög
margvísleg og tilheyra bæði berggrunninum, (t.d. sprengt grjót til
gatnageröar, í stíflugarða eða til hafnargerðar ) og lausum jarðlögum
(t.d. möl og sandur vegna vega- og gatnagerðar, í steinsteypu, og við gerð
virkjana). Fyrir hefur komið, að heilu bæjarhverfin hafa veriö byggð á
verðmætum byggingarefnum í stað J>ess að nota efnið fyrst.
Hagnýt jarðefni eru náttúruauðlind, sem endurnýjast aðeins að litlu leyti
með tímanum, einkum lausu jarðlögin, og J>arf J>ví að nýta J>essa auðlind með
öðru hugarfari en t.d. fallvötnin og jarðhitann. Hér á eftir verður reynt
að gefa gróft yfirlit yfir nokkur jarðefni, sem notuð eru til gatnagerðar í
Reykjavík og nágrenni, uppruna Jieirra og myndun. Er annars vegar um að
ræða sprengt berg eða föst jarðlög og hins vegar laus jarðlög, einkum möl
og sand.
FÖST JARÐLÖG
Erfitt er að draga mörkin milli fastra og lausra jarðlaga, >ar sem tæki til
jarðvinnslu verða sífellt öflugri. Þannig er miklu magni af bólstrabergi
og bólstrabrotabergi mokað upp og ekið frá Reykjanesi og af Hellisheiði til
höfuðborgarinnar og J>að notað í fyllingar. Fyrir fáeinum árum hefði slíkt
verið óhugsandi. Bólstraberg myndast við gos undir jökli eða í vatni,
tilheyrir myndun móbergsfjalla og telst til fastra gosefna. Bólstrabergið
eða bólstrabrotabergið er kallað ýmsum nöfnum, en J>að efni sem er notað nú
á höfuðborgarsvæðinu er að mestu leyti úr Lambafelli og Bolöldum á
Hellisheiði og úr Vatnsskarði á Reykjanesi.
Sprengt berg er ýmist notað í hafnargarða, sem grjótvörn, í fyllingar eða í
malbik. A höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum árum verið sprengdir um
30.000 rúmm. á ári til notkunar í malbik. Aðalgrjótnámið hefur verið í
Selási, en einnig hefur lítillega verið unnið við Korpúlfsstaði. Efnið er
tekið úr hraunlögum, sem runnu á hlýskeiðum ísaldar. Selásgrjótið
tilheyrir tímabili móbergsmyndunar (yngri grágrýtismyndunin), J>.e. yngra
en 700 J>ús. ára. Korpúlfsstaðagrjótið tilheyrir hins vegar eldri
grágrýtismynduninni og er frá fyrri hluta ísaldar (1.6 - 3 millj. ára).
Selásnámunni var lokað um mitt ár 1983, en grjót er unniö úr námunni við
Korpúlfsstaði.
Örfoka holt í nágrenni Reykjavíkur benda til J>ess að nóg sé af grjóti. Það
segir J>ó ekki alla söguna, J>ví eiginleikar efnisins skipta miklu máli. Til
að malbik endist skiptir meginmáli að steinefnið hafi