Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Síða 63
47
tiltekna eiginleika. Efnið J)arf að vera "sterkt", ferskt, J)étt, fínkrist-
allað, lítið um t)löðrur og holufyllingar, laust við lífræn efni og
steinefnið má ekki verða plötulaga eða staflega í vinnslu. Lagið sem vinna
á J>arf helst að vera 10m Jiykkt eða meira og æskilegt er að náman sé sem
næst Reykjavík. Þá er mikill kostur að efnið sé ljóst, en það sparar
gatnalýsingu. Því miður er mikið af hergi í nágrenni Reykjavíkur hlöðrótt,
frauðkennt og jafnvel ummyndað, en slíkt herg er ónothæft í malbik. Ýmsir
möguleikar á nýju grjótnámi eru J>ó fyrir hendi.
LAUS JARÐLÖG
Langmest efnisnám á höfuðhorgarsvæðinu er í lausum jarðlögum, einkum möl og
sandi. Gífurlegt magn fyllingarefna fer í götur, vegi, grunna og í steypu.
Áætlað er að 1 millj. rúmm. af fyllingarefni hafi verið ekið til
höfuðborgarsvæðisins 1982. Auk J>ess voru 700 þús. rúmm. teknir af
sjávarbotni og futtir að landi. Lítið eftirlit er með efni, sem ekið er á
vegum einkaaðila í einstaka grunna. Hins vegar eru gerðar ákveðnar kröfur
um gæði fyllingarefna, sem notuð eru á vegum Reykjavíkurhorgar. Einnig
munu steypustöðvar fylgjast náið með gæðum fylliefna í steinsteypu. Eru J>á
einkum gerðar kröfur um kornastærðir, komalögun (t.d. hvort kornin eru
hnöttótt eða staflaga), þjöppun, frost]?ol og efnið sé laust við lífræn
efni, t.d. mold.
Mikill hluti lausra jarðlaga hér á höfuðhorgarsvæðinu urðu til í tengslum
við jökla síðustu ísaldar, en henni lauk fyrir um 10 £ús. árum. Sjór stóð
hærra er ísaldarjöklar hörfuðu. Jökulár fluttu hergmylsnu út í þáverandi
víkur og firði. Þannig mynduðust óseyrar eða flatir malarhjallar sem í dag
eru ofan núverandi sjávarstöðu, en neðan 55 m.y.s. á höfuðborgarsvæðinu.
Dæmi um slíkar óseyrar eru t.d. hjallarnir í mynni Mosfellssveitar og
leifar hjalla vestan í irtúnsholti.
Jökull
Sjávarborð
Jökulruðningur
Skalagað set
Larett botnlög
Myndun malarhjalla, J>ar sem jökull og sjór (vatn) mætast.