Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Síða 123
107
um eitthvert verkefnanna, sem þar eru nefnd, ef eftir því verður leitað.
Næst er þess að geta, að tilnefning fulltrúa til setu í atvinnumálanefnd höfuð-
borgarsvæðis var fyrst samþykkt á fundi borgarráðs 19. júní 1979 og stofnfundur
þeirrar nefndar var haldinn 13. júní 1980. Ég býst við því, að flestum hér sé
kunnugt um það, hversu illa gekk að koma skipan á störf þeirrar nefndar, en á
fundi borgarráðs hinn fjórða þessa mánaðar var fyrir hönd Reykjavíkurborgar
fallist á formlega samþykkt fyrir Atvinntimálanefnd Höfuðborgarsvæðis með fyrir-
vara um athugasemdir lögfræði- og stjórnsýsludeildar í sambandi við kostnað, en
að öðru leyti hafa menn samþykktina eins og hún birtist í fundargerð annars
fundar núverandi Atvinnumálanefndar Höfuðborgarsvæðis frá 5. september síðast-
liðnum.
Hér hafa nú verið rakin helstu atriði í sambandi við þá umræðu, sem sveitar-
stjórnir hér á svæðinu hafa fjallað um í einni eða annarri mynd á undanförnum
árum, -en lífið hefur að sjálfsögðu gengið sinn vanagang á meðan, og þar er
eðlilegt, að spurt sé, hvort þessi umræða sem nú hefur staðið í fimmtán ár, og
raunar lengur -, hafi skilað nokkrum árangri.
Því miður er ekkert einhlítt svar til við þessari spurningu og eins tamt og mér
er annars að vísa til talna og línurita skal ég fúslega játa, að mig skortir
beinlínis hugvit til þess að búa til þær talnaraðir og skematísku myndir úr nær-
tækum gögnum til þess að styðja svar mitt með, hvort sem það yrði já eða nei.
Það er heldur ekki ætlun mín að þreyta ykkur með talnalestri eða glærumyndum af
sjálfsögðum hlutum í þessu erindi, en þeim, sem hafa áhuga á tölum í þessu sam-
bandi bendi ég á óbirtar upplýsingar fyrir næstu Árbók Reykjavíkurborgar, sem
liggja hér frammi í nokkrum ljósrituðum eintökum.
Tilfinning mín er hinsvegar sú, að umræðan hafi þrátt fyrir allt orðið okkur gagn-
leg og ég er ekki íneinum vafa um það, að hún hefur smátt og smátt skerpt skilning
borgaryfirvalda í Reykjavík á málefnum atvinnulífs og sá skilningur hefur síðan
haft í för með sér markvissari vinnubrögð hjá borginni í sambandi við nálega öll
samskipti við fyrirtæki og einstaklinga, -og síðast en ekki síst allir aðilar
þekkja sín takmörk betur en áður. Störf Atvinnumálanefndar bera þessu einnig
vitni. Hún byrjaði á því að skrifa sig út úr skýrslugerðaraðferðinni, ef svo má
að orði komast, gerði síðan tilraunir með mismunandi samstarfsform við einstök
samtök og fyrirtæki og vinnur nú að einstökum vel afmörkuðum og skýrgreindum verk-
efnum á grundvelli sérstaks tímabundins samnings um hvert einstakt verkefni, auk
þess sem hún hefur allan tímann svarað þeim fyrirspurnum, sem beint hefur verið
til hennar og árlega lagt fram tillögur um sumarverkefni skólafólks. óhætt er að
fullyrða, að allan þennan tíma hefur nefndin farið vel með fjárveitingar sínar og