Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Síða 124
108
að mínum dómi sannað, að það er hægt að fá ýmsu áorkað án mikilla fjárútláta,
að ekki sé nú minnst á það bruðl, sem viðgengist hefur í nafni byggðastefnu.
Þrátt fyrir það, að ég hafi varið svona miklum tíma til upprifjunar hef ég
engu að síður valið þessu erindi heitið "Ný viðhorf í atvinnumálum á höfuð-
borgarsvæði", en það er einmitt reynsla mín af starfi fyrir Atvinnumálanefnd
Reykjavíkur síðan 1971, sem gerir mér kleift að halda því fram, að við stöndum
nú frammi fyrir nýjum viðhorfum í þessum efnum. Þá á ég ekki við það, sem mátti
sjá fyrir og nefnt var £ þeim skýrslum, sem ég drap á í upphafi og augljósustu
afleiðingar byggðastefnu í formi rányrkju til lands og sjávar, aukna atvinnu-
þátttöku kvenna og mikla fjölgun fólks á vinnumarkaði, heldur á ég hér við
breytt vinnubrögð á grundvelli nýrrar tækni í grónum atvinnugreinum, aukin afköst
og tækifæri til nýsköpunar. Nú kynnu margir að ætla, að ekki væri mikið svigrúm
til breytinga á þessum sviðum, þegar illa árar eins og nú, -en margt bendir til
þess, að það sé þvert á móti aldrei að vænta meiri breytinga en þegar svo árar.
Örugg lífsafkoma hvetur menn yfirleitt ekki til þess að leita nýrra leiða í því
skyni að bæta stöðu sína, en þegar úr þessu öryggi dregur þurfa menn á öllu sínu
frumkvæði að halda til þess að halda stöðu sinni, eða hreinlega bjarga sér.
Enginn skilji orð mín svo, að ég sé hlynntur því að horfið verði til svonefndra
frumskógalögmála í einni eða annarri mynd. Það, sem ég á við er einfaldlega það,
að hvort sem okkur líkar betur eða ver, mun sú tækni, sem nú ryður sér til rúms
í atvinnulífinu með notkun hvers-kyns rafeindabúnaðar til sjós og lands, verða
fyrr á ferðinni en gera hefði mátt ráð fyrir í góðu árferði. Afköst munu vaxa
hraðar, en störfum fjölga hægar, en ráð var fyrir gert, nema samtímis skapist
skilyrði til nýrrar starfsemi, hvort heldur á þeim vinnustöðum, sem fyrir eru,
eða á nýjum vinnustöðum. Sjálft atvinnulífið verður fjölbreyttara en að sama
skapi flóknara og fólk á almennum vinnumarkaði mun ekki geta gengið í jafnríkum
mæli og áður hvert í annars störf. Sé þetta rétt, þarf engum getum að því að
leiða, að atvinnuleysi vex á næstu árum frá því, sem nú er, hvort sem fjöldi
starfa svarar til fjölda fólks á vinnumarkaði eða ekki. Þessi þróun er þegar
þekkt erlendis svo ég veit, að £ sjálfu sér þarf ekki að hafa um þetta mörg orð,
en vek þó athygli á því, að yfirleitt er atvinnuleysi í grannlöndum okkar, svo
sem á Norðurlöndum, Bretlandi, Þýzkalandi og víðar, mun meira en gefið er til
kynna með tölum, sem birtar eru um fjölda atvinnulausra £ þessum löndum.
Þessi mál hafa þegar verið tekin til nokkurrar umrseðu £ Atvinnumálanefnd Reykja-
víkur, af gefnu tilefni má segja, því að skráð atvinnuleysi hefur að jafnaði
verið mun meira á þessu ári en verið hefur hin síðustu ár £ Reykjav£k, ekki s£st
meðal verslunarfólks, og það gengur ekki svo glatt inn £ störf fiskverkunarfólks,
svo daani sé tekið, en mörgum virðist það undrunarefni, að fólk skuli vera atvinnu-
laust £ Reykjav£k, þegar fiskverkunarfólk vantar einhvers staðar úti á landi.