Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 126
110
Árangur samskipta af því tagi, sem hér er lýst, er þegar farinn að koma í
ljós innan sjávarútvegsins og í orkuiðnaði landsmanna svo dæmi séu nefnd.
Það er athyglisvert, að vinnubrögð af þessu tagi leiða í auknum mæli til
svonefndra kerfislausna, sem felast í því, að höfð er hliðsjón af tilteknum
ferli frá upphafi til enda og reynt að samræma tækni og vinnubrögð á öllum
ferlinum samtímis í stað þess að glíma við hvert þrep fyrir sig á ólíkum
tímum. Einmitt þessi þróun hefur vakið athygli manna á því, hve opinberir
aðilar, ríki og sveitarfélög, geti átt hér miklu hlutverki að gegna með því
að fela fyrirtækjum heima fyrir að glíma við lausn ýmissa verkefna, en lausn-
irnar hafa mjög oft almennt hagnýtt gildi, svo sem í sambandi við almennan
rekstur, gagnavinnslu og hvers kyns sjálfvirkni. Við höfum þegar af því
spurnir erlendis frá, að innkaupastefna hins opinbera hafi víða borið ríku-
legan ávöxt á þessu sviði.
Það hefur stundum hvarlað að mér upp á síðkastið, hvort ekki geti verið, að
jaðarkostnaður hins opinbera við aukið öryggi sé ekki fyrir löngu kominn
fram úr jaðarkostnaði við að skapa fólkinu sem jafnasta aðstöðu. Sé þetta
rétt, er það ærið íhugunarefni fyrir þá, sem hér fara með stjórn í opinberum
rekstri. Um þetta mætti hafa langt mál, en niðurstaðan gæti orðið sú, að
ekki bæri að tryggja þegnana frekar en orðið er, heldur leggja meiri áherslu
á að skapa þeim ný og fjölbreyttari tækifæri til að standa á eigin fétum.