Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Side 127
111
FERÐAMÁLAFULLTRÖAR SVEITARFÖLAGA
A. Norfturlbndum er ferBaiBnaður mikilvœg atvinnugrein. Fjöldi manna hefur
framfæri sitt af Jpjónustu við ferðamenn og mikið kapp er lagt á að auka
umferð ferðamanna. Þessi viðleitni hefur m.a. komið fram í J>ví, að einstök
sveitarfélög eða nokkur sveitarfélög í samvinnu hafa komið á fót
ferðamálaskrifstofum. Tilgangurinn með starfseminni er m.a. að auka umferð
ferðamanna um það svæði, sem ferðamálaskrifstofan Jtjónar og stuðla að
aukinni Jijónustu aðila sem starfa í ferðaiðnaði.
Á Norðurlöndum eru starfandi um 230 ferðamálafulltrúar í fullu starfi.
Fjöldi starfsmanna á einstökum ferðamálaskrifstofum er oft 4-6 menn, auk
ferðamálafulltrúans, sem er forstöðumaður. í Danmörku eru 62
ferðamálafulltrúar í fullu starfi, auk J>ess 20 í hlutastarfi, 52 í Noregi,
J>ar af 16 fyrir fylki, um 60 í fullu starfi í Finnlandi og 50-60 í SvíJ>jóð.
Meginverkefni ferðamálafulltrúanna er að veita ferðamönnum, sem koma til
Jeirra staða, sem ]>eir starfa fyrir, upplýsingar og fyrirgreiðslu, og vinna
að ]>ví að auka ferðamannastrauminn, J>ar með ferðalög heimamanna innanlands.
Samstarf við aðila í ferðaiðnaði er mikilvægt.
Samhand danskra ferðamálafulltrúa hefur látið gera minnishlað um verkefni,
sem unnið er að á ferðamálaskrifstofunum.
Helstu verkefnin eru: fyrirgreiðsla af ýmsu tagi, framsetning upplýsinga,
kynning og markaðsöflun, nýjungar og gerð ferðatilboða.
Sveitarfélögin bera meginhluta kostnaðar vegna starfsemi ferðamála-
skrifstofanna, en einnig koma til framlög frá aðilum í ferðaiðnaði auk
eigin tekna.
Sveitarfélög hér á landi hafa um langt skeið unnið að ýmsum verkefnum, sem
lúta að aukinni þjónustu við ferðamenn. í J>ví sambandi er rétt að minna á
að ýmis sveitarfélög hafa átt hlut að uppbyggingu og rekstri hótela og á
síðari árum hefur aðstaða fyrir tjaldgesti verið bætt víða.
Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi gengust nýverið fyrir stofnun
Ferðamálasamtaka Vesturlands, og réðu samtökin starfsmann til starfa yfir
sumartímann.
Um nokkurt skeið hefur farið fram undirbúningur að stofnun ferðamálasamtaka
á Suðurlandi.
í nokkrum sveitarfélögum starfa ferðamálanefndir, sem vinna að J>ví að bæta
aðstöðu til móttöku ferðamanna og að gerð kynningarefnis og
upplýsingabæklinga.
Borgarráð Reykjavíkur samj>ykkti á fundi sínum 17. ágúst 1982 að tilnefna
]>rjá fulltrúa til setu í samstarfsnefnd um ferðamál. Nefndin gerir
tillögur til borgarráðs og hagsmunaaðila í ferðaiðnaði um sameiginlegar
aðgerðir, einkum er varðar þjónustu við ferðamenn og kynningu á }>ví sem í
boði er.
Hinn 7. desember 1982 kaus borgarráð í nefndina. Formaður nefndarinnar er
Markús Örn Antonsson, en auk hans voru kosnir Kolbeinn Pálsson og Sigurjón
Pétursson. Eftirtaldir aðilar tilnefna fulltrúa: Ferðaskrifstofa
ríkisins, Samtök ferðaskrifstofa, Samband veitinga- og gistihúsa,
Flugleiðir h.f., Arnarflug h.f., Félag leiðsögumanna og fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna tilnefnir tvo fulltrúa.
Að tilstuðlan nefndarinnar hefur Jiegar ýmislegt komist til framkvæmda, er
horfir til bóta fyrir ferðamenn.