Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 173
157
GJALDSKRÁRMÁL
Gildandi reglur og venjur um ákvöröun gjaldskrár eru all-breytilegar.
Gjaldskrár eru ýmist gefnar út sérstaklega eða sem hluti af reglugerBum, og
í sumum tilvikum Jiarf aö leita staðfestingar ráðherra, en í öðrum ekki.
Tillögur um nýjar gjaldskrár, eða breytingar á gjaldskrám, berast
borgarráði að jafnaði frá forráðamönnum hlutaðeigandi fyrirtækja eða
stofnana, eða stjórnum þeirra. Ef í reglugerð er ákvæði um J>að, að leita
>urfi staðfestingar ráðherra á nýrri gjaldskrá, sendir borgarráð
tillögurnar, ásamt hugsanlegum breytingum, áfram til borgarstjórnar bar sem
endanleg ákvörðun er tekin að loknum tveimur umræðum. Þá loks er unnt að
senda hina nýju gjaldskrá til staðfestingar í hlutaðeigandi ráðuneyti. A
hinn bóginn getur borgarráð tekið ákvörðun um gjaldskrá meö samhljóða
afgreiðslu, ef ekki er í reglugerð kveðið á um J>að, að leita þurfi
staðfestingar ráðherra. Verði borgarráð ekki samhljóða um afgreiðslu, fer
málið til einnar umræðu og endanlegrar ákvörðunar í borgarstjórn. Frá 1970
hefur lengst af J>urft að sækja um leyfi verðlagsyfirvalda til
gjaldskrárbreytinga, en sú leið hefur reynst torsótt eins og að líkum
lætur.
Frá ársbyrjun 1979 til ársloka 1981 var í gildi svokölluð "hert
verðstöðvun" og J>urfti þá sérstakt samj>ykki ríkisst jórnarinnar til
gjaldskrárbreytinga, en J>au ákvæði féllu úr gildi um áramótin 1981-1982.
Samkvæmt 1. mgr. 7.gr. laga um kjaramál nr. 121/30. desember 1978 var
óheimilt að hækka verð á vöru og Jijónustu frá því, sem Jað var 9* september
1978, nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda og skyldu Jiau ekki leyfa
neina hækkun, nema þau teldu hana óhjákvæmilega. Leyfi til hækkunar skyldi
jafnframt hljóta staðfestingu ríkisstjórnarinnar. Þessu ákvæði var breytt
með 1. gr. laga um ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu nr. 10 frá
13* apríl 1981. Breytingin var eingöngu fólgin í viðmiðunartíma, Ji.e.a.s.
frá 1. janúar 1981 til 1. maí 1981.
í 1. gr. laga nr. 12/30. apríl 1981 um verðlagsaðhald o.fl. var enn hnykkt
á verðstöðvunarákvæðum. Þar sagði meðal annars, að verð vöru og Jbjónustu
mætti ekki hækka fram til 31* desember 1981 frá J>ví, sem J>að var 30. apríl
1981, nema að fengnu samþykki réttra yfirvalda, og skyldu Jiau ekki leyfa
neinar hækkanir umfram brýnustu nauðsyn. Þetta lagaákvæði gilti til
31. desember 1981.
Hinn 8. apríl 1983 voru sett bráðabirgðalög um breytingu á orkulögum £ess
efnis, að breytingar á gjaldskrám orkufyrirtækja skulu háöar samþykki
ráðherra orkumála.
Hinn 27. maí 1983 voru sett bráðabirgðalög um verðlagsmál. Þar segir meðal
annars, að frá gildistöku laganna til 31* janúar 1984 skuli
verðlagsyfirvöld og aðrir opinberir aðilar, sem fara með
verðlagsákvarðanir, aðeins leyfa óhjákvæmilega hækkun verðs, eða
endurgjalds fyrir vöru eða Jijónustu. Þetta ákvæði er í samræmi við
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar frá 26. maí 1983,
en orðrétt segir J>ar um verðlagsmál:
"Fyrst um sinn skal aðeins heimila J>á hækkun á vörum og þjónustu, sem
nauðsynleg er til að standa undir óhjákvæmilegum kostnaðarhækkunum. Síðan
verði dregið úr opinberum afskiptum J>annig, að neytendur og atvinnulífið
njóti hagkvæmni frjálsrar verðmjmdunar Jar sem samkeppni er næg.
Sveitarfélög ákveði sjálf gjaldskrár J>jónustu fyrirtækja sinna".
Verður nú vikið stuttlega aö einstökum fyrirtækjum og stofnunum
borgarinnar.