Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 191
175
Nefndir
A5 borgarráði frátoldu er k,jörgengi í nefndir, sem borgarst,jórn kýs,
yfirleitt ekki bundið við borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa.
Nefndarmenn eru bví ýmist úr röðum borgarfulltrúa eða óbreyttra.
Formenn áhrifamestu nef'ndanna ber J>ó að kjósa úr hópi borgarfulltrúa
eða varaborgarfulltrúa.
Áhrif og afskipti nefndanna af daglegum rekstri eru mis.jafnlega mikil
eins og að líkum lætur. Greint er frá meðferð og afgreiðslu mála í
fundargerðum, sem ýmist fara fyrir borgarráð og fylgja Jaðan
borgarréðsgögnum til afgreiðslu borgarstjórnar eins og gert er með
fundargerðir flestra áhrifamestu nefndanna.
Helstu ráð og nefndir á vegum borgarinnar eru, auk borgarráðs:
Byggingarnefnd fer með byggingarmálefni undir yfirstjórn Félags-
málaráðuneytis, sbr. 1. nr. 54/1978.
Félagsmálaráð fer með stjórn félagsmála £ umboði borgarstjórnar,
skv. samþykkt borgarstjórnar frá 1. janúar 1968.
Fræðsluráð starfar eftir ákvæðiim í grunnskólalögum nr. 63/1974, en >ar
segir m.a. að ráðið fari með stjórn fræðslumála í umboði Menntamála-
ráðuneytis og borgarstjórnar.
Hafnarstjórn starfar eftir ákvæðum í hafnarreglugerð fyrir
Reykjavíkurhöfn nr. 107/1975, sbr. 1. nr. 45/1973, en í reglugerðinni
segir m.a. að stjórnin sjái um viðhald og umbætur á höfninni, stýri
öllum framkvæmdum, er J)ar að lúti, og annist fjárhald hafnarinnar
fyrir hönd borgarstjórnar.
Heilbrigðisráð fer með stjóm beirra heilbrigðismála í umboði
borgarstjórnar, sem ekki falla undir Heilbrigðismálaráð Reykjavíkur-
héraðs, en bað ráð fer með stjórn heilbrigðismála í héraði, sbr.
1. nr. 57/1978 og reglugerð nr. 225/1978.
íbróttaráð fer með stjórn íbróttamála í umboði borgarráðs,
sbr. sambykkt borgarráðs 13* nóvember 1973»
Launamálanefnd annast, fyrir hönd borgarinnar, gerð kjarasamninga við
stéttarfélög opinberra starfsmanna, sbr. reglugerð nr. 236/1976.
Skipulagsnefnd fer með skipulagsmál í umboði borgarstjórnar,
sbr. sambykkt borgarstjórnar 3* janúar 1980.
Stjórn veitustofnana fer með málefni Hitaveitu, Rafmagnsveitu og
Vatnsveitu Reykjavíkur í umboði borgarstjórnar, sbr. sambykkt
borgarstjórnar 19. október 1978.
Umhverfismálaráð er Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur og er borgarstjórn
og öðrum stjórnvöldum til ráðuneytis um náttúruverndarmál og önnur
umhverfismál, fegrunarmál, stjórn Arbæjarsafns og önnur málefni, sem
um getur í sambykkt borgarstjórnar frá 18. janúar 1979*
Æskulýðsráð fer með stjórn beirrar æskulýðsstarfsemi, sem borgin
rekur, annarrar en íbtóttastarfsemi, og hefur eftirlit með
fjárveitingum borgarinnar til æskulýðsfélaga, sbr. sambykkt borgar-
stjórnar 20. nóvember 1975.