Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 232
216
LÖG
um málefni fatlaðra
(Nr. 41/1983)
I. KAFLI
Markmið og st.jórn
1. gr.
Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg
lífskjör við aðra þjóðfélagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að
lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar
best. Enn fremur að tryggja heildarsamtökum fatlaðra og félögum þeirra
áhrif á ákvörðunartöku um málefni sín s.s. með því að leita umsagnar
heildarsamtaka fatlaðra eða sérstakra félaga þeirra eða styrktarfélaga
fatlaðra, sem hlut eiga að máli hverju sinni við gerð og framkvæmd
áætlana, laga og reglugerða, er þau varða.
2. gr.
Orðið fatlaður í þessum lögum merkir þá sem eru andlega eða líkamlega
hamlaðir.
3. gr.
Málefni fatlaðra heyra undir þrjú ráðuneyti, heilbrigðisþjónusta, þ.m.t.
læknisfræðileg endurhæfing, undir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
fræðslu- og uppeldismál undir menntamálaráðuneytið, félagsleg hæfing og
endurhæfing, atvinnumál og önnur mál undir félagsmálaráðuneytið.
Félagsmálaráðuneytið skal annast málefni fatlaðra samkvsant lögum þessum.
Sérstök nefnd fer með yfirstjórn málefna fatlaðra og kallast hún stjórnar-
nefnd. Stjórnarnefndin gætir þess að ráðstafanir varðandi alla þjónustu
opinberra aðila verði samræmdar. Stjórnarnefndin skal skipuð 7 mönnum til
4 ára í senn. Ráðuneytin skipa sinn manninn hvert. Samband íslenskra
sveitarfélaga tilnefnir einn fulltrúa, en samtök fatlaðra, Landssamtökin
þroskahjálp og Öryrkjabandalag Islands, tilnefna 3 menn skv. nánari reglu
sem ákveðin verður með reglugerð. Fulltrúi félagsmálaráðuneytisins er
formaður nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir á sama hátt.
Nefndin úrskurðar ágreiningsatriði, sem upp kunna að koma vegna fram-
kvæmdar laga þessara, en vísa má þeim úrskurði til viðkomandi ráðherra.
Þegar fjallað er um vinnumál fatlaðra skal stjórnarnefndin kalla til
fulltrúa frá aðilum vinnumarkaðarins eftir því sem ástæða er til.