Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 233
217
4. gr.
Landinu skal skipt í átta starfssvæði hvað raálefni fatlaðra snertir:
1. Reykjavíkurborg
2. Reykjanessvæði, sem tekur yfir Gullbringu- og Kjósarsýslu og kaup-
staðina Grindavík, Keflavík, Njarðvík, Hafnarfjörð, Garðabæ, Kópa-
vog og Seltjarnarnes.
3. Vesturland, sem tekur yfir Borgarfjarðarsýslu, Mýrarsýslu, Snæfells-
nes- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu og Akraneskaupstað.
4. Vestfirðir, sem taka yfir Austur- og Vestur-Barðastrandasýslu, Vestur-
ísafjarðarsýslu, Norður-lsafjarðarsýslu, Strandasýslu, Bolungarvík
og Isafjörð.
5. Ncrðurland vestra, scm tekur yfir Vestur-Húnavatnssýslu, Austur-
Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, Sauðárkrók og Siglufjörð.
6. Norðurland eystra, sem tekur yfir Eyjafjarðarsýslu, Suður-Þingeyjar-
sýslu, Norður-Þingeyjarsýslu og kaupstaðina ólafsfjörð, Dalvík, Akur-
eyri og Húsavík.
7. Austurland, sem tekur yfir Norður-Múlasýslu, Suður-MÚlasýslu, Austur-
Skaftafellssýslu og kaupstaðina Seyðisfjörð, Neskaupstað og Eskifjörð.
8. Suðurland, sem tekur yfir Vestur-Skaftafellssýslu, Rangárvallasýslu,
Árnessýslu, Vestmannaeyjar og Selfoss.
5. gr.
Á hverju svæði skal starfa 7 manna svæðisstjórn, er hefur það hlutverk að
gera tillögur uin þjónustu og samræma aðgerðir þeirra aðila sem með þessi
mál fara á svæðinu, svo sem fræðslustjóra, héraðslækna, sveitarfélaga og
samtaka fatlaðra. 1 hverri svæðisstjórn skulu vera fræðslustjóri, héraðs-
læknir og fimm menn skipaðir af ráðherra. Tveir þeirra skulu skipaðir
samkvæmt tilneíningu svæðisbundina samtaka sveitarfélaga, og skal annar
þeirra vera úr fulltrúaráði eða stjórn viðkomandi samtaka. Samtök fatlaðra,
Landssamtökin þroskahjálp og Öryrkjabandalag Islands, tilnefna 3 menn skv.
nánari reglu sem ákveðin verður með reglugerð, sbr. 3. gr.
1 Reykjavík tilnefnir borgarstjórn tvo fulltrúa, annan úr sínum hópi en
hinn fulltrúa í félagsmálaráði Reykjavíkur.
Stjórnin kýs sér formann. Skipunartími stjórnar er 4 ár. Þeir sem skipa
svæðisstjórn skulu búsettir á svæðinu. Varamenn skulu skipaðir á sama
hátt og í stjórnarnefnd skv. 3. mgr. 3. gr.