Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 235
219
10. Verndaðir vinnustaðir.
11. Atvinnuleit.
12. Hæfingar- og endurhæfingarstöðvar.
13. Vistheimili.
14. Skóladagheimili.
Hlutaðeigandi ráðherra er heimilt að bæta við stofnunum eða fella niður
að fengnum tillögum stjórnarnefndar.
Hlutaðeigandi ráðherra eða ráðuneyti veitir leyfi fyrir nýrri starfsemi
og þjónus'tu svo og fyrir meiriháttar breytingum á starfsemi og þjónustu
að fengnum tillögum stjórnarnefndar.
8. gr.
Umsóknir um þjónustu og vistun á stofnunum skv. 7. gr., 5.,7.,9. og 13. tl.
skulu sendar viðkomandi svæðisstjórn. Svæðisstjórn mælir með vistun að
höfðu samráði við forstöðumann stofnunarinnar og viðkomandi greiningar- og
ráðgjafaraðila. Sé um að ræða stofnanir, sem reknar eru af öðrum en opin-
berum aðilum, þarf til að koma samþykki forstöðumanna og/eða stjórna þeirra.
Sé umsókn um vistun synjað, er hægt að vísa málinu til stjórnarnefndar, sem
leitar lausnar.
Að fengnum tillögum stjórnarnefndar getur ráðherra ákveðið að fleiri stofn-
anir skv. 7. gr. falli undir ákvæði 1. mgr.
9. gr.
Fötluðum, ■ sem af óviðráðanlegum ástæðum að mati svæðisstjórna njóta ekki
kennslu eða þjálfunar utan heimilis, skal séð fyrir ókeypis kennslu og
þjálfun við sitt hæfi.
Svæðisstjórnir skulu gera tillögur um, að höfðu samráði við hlutaðeigandi
aðila, hvernig þessi þjónusta verði veitt.
10. gr.
Fatlað barn á aldrinum 0-18 ára, sem dvelur í heimahúsi eða sem nýtur tak-
markaðrar þjónustu og þarfnast sérstakrar ummönnunar eða gæslu að dómi
svæðisstjórnar, á rétt á aðstoð eftir því sem við verður komið.
Viðkomandi svæðisstjórn skal sjá um að þessi aðstoð verði veitt.
Kjósi framfærendur að annast þetta sjálfir og telji svæðisstjórn og við-
komandi greiningar- og ráðgjafaraðili þá til þess hæfa og aðstoðina nauð-
synlega, skal greiða fyrir 20-175 klst. á mánuði eftir mati svæðisstjórnar