Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 237
- 221
í ljós að þörf sé frekari greiningar eða meðferðarúrræða skal tilkynna það
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sem leitar heppilegra úrræða í sam-
ráði við foreldra, svæðisstjórn og aðra þá aðila er þurfa þykir.
15. gr.
Við reglulegar heilsufarsskoðanir barna skal sérstaklega gefa gaum að and-
legu og líkamlegu atgervi þeirra. Sama skylda hvílir á sálfræðiþjónustu í
skólum. Komi í Ijós einkenni um fötlun skal tilkynna það svæðisstjórnum og
fer um slíkt samkvæmt 14. gr.
IV. KAFLI
Greiningar- og ráðgjafarstöð rxkisins
16. gr.
Auk þeirrar greiningarstarfsemi, sem fer fram á svæðunum samkv. 6. gr.
skal ríkið starfrækja eina aðalgreiningar- og ráðgjafarstöð. Greiningar-
og ráðgjafarstöð ríkisins, og heyrir hún undir félagsmálaráðuneytið.
Hlutverk og starfssvið hennar er í aðalatriðum eftirfarandi:
1. Athugun, rannsókn og greining á fötluðum sem vísað er þangað eða
leita þangað að eigin frumkvæði,
2. Gerð, prófun og mat viðeigandi raeðferðar- og þjálfunaráætlana. Ráð-
gjöf og leiðbeiningar fyrfr foreldra/forráðamenn eða aðra meðferðar-
aðila.
3. Langtímameðferð fyrir þá einstaklinga, sem þarfnast hennar, enda sé
hún ekki fáanleg á öðrum stofnunum eða annars staðar.
4. Tilvísanir til ánnarra meðferðaraðila og stofnana í því skyni að
hlutaðeigandi skjólstæðingur njóti þar þeirrar þjónustu og þjálfunar
sem þörf er hverju sinni. Greiningar og ráðgjafarstöðinni ber skylda
til að láta meðferðaraðilum í té leiðbeiningar og ráðgjöf þegar þess
er óskað.
5. Starfræksla leikfangasafns. Ötlán leikfanga til foreldra og forráða-
manna ásamt ráðgjöf og leiðbeiningum. Enn fremur fagleg aðstoð og
ráðgjöf við uppbyggingu og starfsemi annarra leikfangasafna á landinu.
6. Þjálfun starfsstétta, sem annast þjónustu við fatlaða samkvaamt 6. og
7. gr,, í samvinnu við svæðisstjórnir og þá skóla sem annast menntun
starfsmanna á viðkoraandi sviðum.
7. Skráning og varðveisla upplýsinga um fatlaða x samvinnu við félags-,
fræðslu- og heilbrigðisyfirvöld.