Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 242
226
Ríkissjóður greiðir alfarið reksturskostnað annarra stofnana skv. 7. gr.
nema þar sem um sértekjur er að ræða.
Þegar um er að ræða sérstaka flutningsþjónustu fyrir fatlaða, sem ekki
geta nýtt sér almenningsfarartæki til og frá stofnunum, skal greiða hana
af rekstursfé viðkomandi stofnana.
29. gr.
Ef sjálfstæð starfsemi, sem notið hefur styrks til stofnkostnaðar sam-
kvæmt þessum lögum, er lögð niður, er styrkurinn endurkræfur á nafnverði
ásamt víxilvöxtum á hverjum tíma.
30. gr.
Kostnaður vegna starfa Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins greiðist
úr ríkissjóði. Setja skal reglur um greiðslu kostnaðar vegna ferða ein-
staklinga til og frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í samrasmi við
lög um almannatryggingar.
31. gr.
Kostnaður vegna starfa stjórnarnefndar greiðist úr ríkissjóði.
32. gr.
Kostnaður vegna starfa fulltrúa í svæðisstjórn greiðist úr ríkissjóði.
33. gr.
Greiddur skal eðlilegur dvalarkostnaður fatlaðra í sjálfseignarstofnunum
samkvæmt 7. gr.
Daggjöld stofnana, sem ekki eru ákveðin með föstum fjárveitingura, skulu
ákveðin fyrir allar stofnanir, sem ekki eru í eigu hins opinbera, af
stjórnarnefnd í samráði við daggjaldanefnd skv. almannatryggingalögum
og fulltrúa frá hlutaðeigandi stofnun.
IX. KAFLI
Framkvæmdasjóður fatJ.aðra
34. gr.
Stofna skal sjóð er nefnist Framkvæmdasjóður fatlaðra, og skal hann vera
í vörslu félagsmálaráðuneytisins. Sjóðurinn yfirtekur Framkvæmdasjóð
þroskaheftra og öryrkja, sbr. lög nr. 47/1979, og skuldbindingar hans.
Hlutverk sjóðsins er að fjármagna þær framkvæmdir, sem taldar eru í
(1. mgr.) 26. og 27. gr., og aðrar framkvæmdir ríkisins vegna sérkennslu.
Um framkvæmdir gilda ákvæði laga nr. 63/1970 um opinþerar framkvæmdir
að undanskildum framkvæmdum skv. 1. mgr. 27. gr.
J