Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Blaðsíða 245
stjórna, sbr, 5, gr., um ákvæði 10. gr., um Framkvæmdasjóð fatlaðra, sbr.
34., 35. og 36. gr.
229
Reglugerðir, er snerta framkvæmd 10.-16. gr. og 19. gr. laga þessara, skal
senda félagsmálanefndum Alþingis til umsagnar.
XI, KAFLI
Gildistaka
44. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1984. Frá og með sama tíma falla úr gildi
lög nr. 47/1979 um aðstoð við þroskahefta ásaiiit síðari breytingum, lög nr.
27/1970 um endurhæfingu og 2. og 3. gr. laga nr. 12/1952 um ráðstöfun erfða-
fjárskatts og erfðafjár ríkissjóðs til vinnuheimila.
Ákvæði til bráðabirgða II öðlast þegar gildi.
Akvæði til bráðabirgða
I.
Þær stofnanir fatlaðra, er starfa við gildistöku laganna, skulu á næsta ári
eftir gildistöku laganna senda umsókn um starfsleyfi í samræmi við 11. gr.
laganna og skal með umsókn fylgja nákvæm lýsing á fyrirhugaðri starfsemi.
Starfsleyfi skal síðan veitt innan árs frá því að umsókn er lögð fram.
II.
1. Félagsmálaráðherra skal begar í stað skipa 5 manna nefnd, sem hafi það verk-
efni að gera tillögur um fyrirkomulag á framtíðarskipan Greiningarstöðvar
ríkisins í samrssmi við ákvæði 16. gr. Menntamálaráðherra skipar einn full-
trúa frá Athugunar- og greiningardeildinni Kjarvalshúsi, heilbrigðisráð-
herra einn fulltrúa frá nyburadeild Landspitalans, felagsmálaráðherra einn
fulltrúa að fenginni tillögu svæðisstjórna, Landssamtökin þroskahjálp og
Öryrkjabandalag Islands einn fulltrúa hvort.
Tillögur nefndarinnar skal leggja fyrir Alþingi til staðfestingar.
2. Menntamálaráðuneytið skal þegar í stað gera ráðstafanir til að leigja eða
kaupa hentugt bráðabirgðahúsnæði fyrir starfsemi Athugunar- og greiningar-
deildarinnar í Kjarvalshúsi.
Kostnað vegna bráðabirgðahúsnæðis skal fjármagna úr Framkvæmdasjóði öryrkja
og þroskaheftra. Verði um kaup að ræða á húsnæði sem ekki hentar framtíðar-
skipan Greiningarstöðvar ríkisins, sbr. 16. gr., skal endursöluverð þess
húsnæðis renna til Framkvæmdasjóðs öryrkja, sem fjármagnar stofnkostnað,
sbr. 1. lið ákvæðis til bráðabirgða II,