Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 246
230
LÖG
um málefni aldraðra
(Nr.91/1983)
1. kafli
Skipulag öldrunarþ.jónustu
1. gr.
Markmið þessara laga er, að aldraðir fái þá heilbrigðis- og félagslegu
þjónustu, sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi,
sem er eðlilegast og hagkvæmast miðað við þörf og ástand þess aldraða.
Lögin miða að því, að aldraðir geti svo lengi sem verða má búið við eðlilegt
heimilislíf, en að jafnframt sé séð fyrir nauðsynlegri stofnanaþjónustu,
þegar hennar er þörf.
2. gr.
Yfirstjórn öldrunarmála annast heilþrigðis- og tryggingamálaráðherra.
Öldrunarmálefni skulu vera undir stjórn sérstaks deildarstjóra.
3. gr.
Setja skal á stofn samstarfsnefnd um málefni aldraðra. Skal nefndin skipuð
til fjögurra ára í senn. 1 nefndinni eiga sæti 3 menn tilnefndir þannig: einn
frá Öldrunarráði Islands, einn frá félagsmálaráðuneytinu, tilnefndur af
Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og einn skipaður af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra án tilnefningar. Ráðherra skipar formann úr hópi nefndarmanna.
Deildarstjóri öldrunarmálefna í heilbrigðis- og tryggingaraálaráðuneyti skal
vera ritari nefndarinnar. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti.
4. gr.
Verkefni samstarfsnefndar um málefni aldraðra eru:
1. Að hafa frumkvæði að stefnumótun um málefni aldraðra.
2. Að annast áætlanagerð um málefni aldraðra fyrir landið í heild.
3. Að vera tengiliður milli ráðuneyta, stofnana og samtaka, sem starfa að
málefnum aldraðra.
4. Að vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra.
5. Að annast stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra og gera tillögur til ráðherra
um úthlutanir úr sjóðnum.
6. Að skera úr um ágreiningsmál, sem upp kunna að koma um málefni aldraðra
skv. lögum þessum, enda beri mál ekki að réttu undir dómstóla. Vísa má
úrskurði samstarfsnefndarinnar til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.
7. Að gera tillögur til ráðherra um samræmdar reglur um mat skv. 18. gr. 1. mgr.
l