Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 247
231
5. gr.
1 hverju heilsugæsluumdæmi skal stjórn heilsugæslustöðvar og félasmálaráð,
þar sem þau starfa, annast eftirtalin verkefni á sviði öldrunarmála;
1. Að skipuleggja öldrunarþjónustu í umdæmi sínu í samráði við forstöðumenn
hinna ýmsu þátta þjónustunnar.
2. Að kveðja menn til starfa í þjónustuhóp aldraðra, þannig að samsetning
hópsins sé í samræmi við ákvæði 7. gr.
3. Að gera tillögur til viðkomandi sveitarstjórna um fjölda starfsliðs í
heimaþjónustu umdæmisins, sbr. 15. gr.
4. Að fylgja eftir að ákvæðum staðla eða reglugerða skv. 19. gr. sé fram-
fyigt.
5. Að annast samningsgerð við einstaklinga eða félagasamtök, sem taka að
sér þjónustu fyrir aldraða, sé það ekki verksvið annarra.
Er stjórn heilsugæslustöðvar fjallar um öldrunarmál skal gefa öldrunarstofnun-
um á svæðinu kost á að tilnefna fulltrúa til setu á fundi.
6. gr.
Við hverja heilsugæslustöð skal starfa þjónustuhópur aldraðra.
Þar sem heildugæslustöðvar eru fleiri en ein í sama sveitarfélagi, getur
sveitarstjórn ákveðið að heilsugæslustöðvarnar sameinist um þjónustuhóp
aldraðra. Á sama hátt geta hlutaðeigandi sveitarstjórnir tveggja heilsu-
gæslustöðva eða fleiri ákveðið að sameinast um þjónustuhóp aldraðra.
Þar sem það á betur við getur þjónustuhópur aldraðra starfað í tengslum við
aðra heilbrigðisstofnun en heilsugæslustöð, eftir ákvörðun sveitarstjórnar.
7. gr.
Þjónustuhópur aldraðra er samstarfshópur starfsfólks heilsugæslustöðva(r),
sem hópurinn tengist, starfsfólks félagslegrar þjónustu viðkomandi sveitar-
félags(a) svo og þeirra stofnana, sem vinna að öldrunarþjónustu á starfssvæði
hópsins.
í hópnum skulu ekki starfa fleiri en fimm og aldrei færri en þrír.
1 hópnum skal starfa læknir. Ef kostur er skal hann vera sérfræðingur í
öldrunarlækningum, heimilislækningum eða lyflækningum. Þar starfar og
hjúkrunarfræðingur með þekkingu á öldrunarþjónsutu eða heilsugæslu auk starfs-
manns félagsmálaþjónustu með menntun félagsráðgjafa, eða þekkingu á félags-
legu sviði.