Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Page 249
233
12. gr.
Hlutverk sjóðsins er:
1. Að fjármagna byggingar ríkisins vegna stofnana fyrir aldraða, sbr. 17. gr.
2.-4. tl.
2. Að veita sveitarfélögum framlög til að kaupa eða byggja húsnæði fyrir
aldraða, sbr. 17. gr. 1. og 2. tl.
3. Að greiða hlutdeild ríkissjóðs, sbr. 34. gr. laga um heilbrigðisþjónustu
nr. 57/1978, í byggingum sveitarfélaga á stofnunum fyrir aldraða, sbr.
17. gr. 3. og 4. tl., enda verði veitt jafnhátt framlag til Framkvæmda-
sjóðs aldraðra á fjárlögum hvers árs á móti.
4. Að veita framlög til samtaka eða einstaklinga vegna bygginga fyrir aldraða,
sbr, 17. gr. 1.-4. tl.
5. Að veita framlög til að standa straum af þeim breytingum og endurbótum á
dvalarstofnunum aldraðra, er nauðsynlegar eru og leiðir af ákvæðum þessara
laga.
6. Önnur verkefni, sem sjóðstjórn telur brýn og ráðherra samþykkir.
13. gr.
Ráðherra gerir í samráði við fjárveitainganefnd og stjórn sjóðsins áætlun til
5 ára um framkvæmdir.
Um framkvæmdir skv. 12. gr. fer skv. lögum nr. 63/1970 um skipan opinberra
framkvæmda, eftir því sem við á.
14. gr.
Ráðherra setur nánari ákvæði um sjóðinn með reglugerð.
III. Kafli
Heimaþjónusta
15. gr.
Með heimaþjónustu er átt við þá aðstoð, sem veitt er á heimili aldraðs ein-
staklings. Heimaþjónusta er tvíþætt: Annars vegar heilbrigðisþátturinn,
þ.e. læknisvitjanir, heimahjúkrun og endurhæfing í heimahúsum. Hins vegar
félagslegi þátturinn, þ^e. heimilishjálp, félagsráðgjöf og heimsending matar.
Með reglugerð getur ráðherra ákveðið að fleiri þjónustuþættir heyri til heima-
þjónustu. Hann getur einnig ákveðið að heimaþjónusta taki til fleiri en aldraðra.
16. gr.
Hinir ýmsu þættir heimaþjónustu eru skipulagðir af stjórn heilsugæslustöðvar og
félagsmálaráði, þar sem þau starfa, að fengnum tillögum þjónustuhóps aldraðra