Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1983, Side 250
234
Skal heimaþjónusta einnig veitt sem kvöld-, nætur- og helgidagaþjónusta,
ef þjónustuhópur aldraðra telur þörf á og stjórn heilsugæslustöðvar og
félagsmálaráð samþykkja.
IV. Kafli
íbúðir og dvalarstofnanir fyrir aldraða.
17. gr.
íbúðir og dvalarstofnanir fyrir aldraða skv. lögum þessum eru:
1. Ibúðir, sérhannaðar fyrir þarfir aldraða. Þær geta verið tvenns konar:
A) Þjónustuíbúðir, þar sem er húsvarsla og afnot af sameiginlegu rými, en
engin önnur þjónusta.
B) Verndaðar þjónustuíbúðir, þar sem er húsvarsla og afnot af sameiginlegu
rými. íbúðirnar skulu búnar kallkerfi, með vörslu allan sólarhringinn
og veitt skal sameiginleg þjónusta s.s. máltíðir og ræsting.
2. Dvalarheimili, ætluð öldruðu fólki, sem ekki er fært um að annast eigið
heimilishald með aðstoð. Þar skulu vera einstaklingsherbergi, hjónaherbergi
og fjölbýliseiningar. Dvalarheimili aldraðra skulu veita þjónustu s.s. fullt
fæði, þvotta, þrif, umönnun, lyf, læknishjálp, hjúkrun, endurhæfingu og
félagsstarf. Þau skulu búin sameiginlegum vistarverum til vinnu og tómstundfl
starfs.
3. Hjúkrunarheimili eða hjúkrunardeildir, ætlaðar öldruðum einstaklingum, sem
eru of lasburða til að dvelja á stofnunum skv. 1. og 2. tl. Hjúkrunarheimili
og hjúkrunardeildir skulu hönnuð sem einstaklings- og fjölbýlisherbergi með
snyrtingu og skulu sjúklingar geta haft eigin muni. Einstaklingsherbergi
skulu aldrei færri er 5Cfjo vistrýmis. Á hjúkrunarheimilum og hjúkrunardeildum
skal vera fullkomin aðstaða til hjúkrunar- og læknisþjónustu. Þar sem því
verður við komið skal á hjúkrunarheimilum og hjúkrunardeildum vera aðstaða
fyrir hjúkrunarsjúklinga með geðræn vandamál.
4. Sjúkradeildir, hannaðar á sama hátt og spítaladeildir. Þessar deildir eru
ætlaðar langlegusjúklingum, sem þurfa mikið eftirlit. Stefnt skal að því
að þessar deildir séu í starfstengslum við öldrunarlækningadeild, lyflækninga
deild eða almenn sjúkrahús.
5. Dagvist fyrir aldraða. Dagvist getur verið sjálfstæð eða hluti stofnunar
skv. 1. tl. B) stl.-4. tl. Á dagvist skal að jafnaði veitt þjónusta £ sam-
ræmi við þá þjónustu sem veitt er á stofnuninni, sem hún tengist. Vistmenn
á dagvist geta sótt hana daglega eða tímabundið. Dvalarstofnanir fyrir
aldraða skv. 1.-5. tl. skulu vera aðgengilegar fötluðu fólki.